fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Hildur og Oddný þurfa að borga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 12:55

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Oddný Arnarsdóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir voru í morgun dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla á samfélagsmiðlum um tvo menn tengda meintu nauðgunarmáli í Hlíðahverfi haustið 2015. Oddný var dæmd til að greiða hvorum manni 220.000 krónur og Hildur 150.000 krónur. Morgunblaðið greindi frá.

Hlíðamálið vakti gífurlega athygli á sínum tíma en Fréttablaðið hélt því fram í forsíðufrétt af málinu að íbúð mannanna tveggja hefði verið útbúin til nauðgana. Mennirnir voru hins vegar ekki dæmdir í gæsluvarðhald og af þeirri ástæðu reis upp mikil mótmælaalda. Oddný og Hildur skipulögðu þá mótmæli fyrir utan lögreglustöðina á Hlemmi. Fréttakona Stöðvar 2 sem lýsti mótmælunum sagði meðal annars: „Byltingin er hafin“.

Rannsókn á hinum meintu brotum leiddi ekki til ákæru og felldi ríkissaksóknari það niður í júní 2016.

Mennirnir voru ekki nafngreindir í fjölmiðlum en voru hins vegar bæði nafngreindir og birtar myndir af þeim á samfélagsmiðlum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“

Genginn aftur í þjóðkirkjuna eftir langa fjarveru – „Snjallt hjá stjórnvöldum að láta fólk ráðstafa sínum sóknargjöldum“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“

Starfsmaður Útlendingastofnunar stærði sig af því að brjóta gegn þagnarskyldu – „Not all heroes wear capes“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“

Brotið var á Höllu í fjögur ár í æsku – „Sem ung stúlka vildi ég hefnd. Ég er enginn engill“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum

Bónus hefur styrkt góðgerðarmál um rúmlega 50 milljónir króna á síðustu fimm árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku

Þrír Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í S-Afríku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands

Rósa fór í sjálfakandi leigubíl á dögunum: „Ákjósanlegri kostur en strætisvagnar“ – Stutt í að tæknin komi til Íslands