Það verður mikið um að vera í miðbæ Reykjavíkur í dag, eins og hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Þessum gleðidegi fylgja götulokanir – og það nóg af þeim.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu deildi mynd sem vert er að kynna sér vel, en á henni sést nákvæmlega hvaða götur verða lokaðar í dag. Stór hluti miðbæjarins er lokaður frá 7 til 19.
„Við minnum alla vegfarendur á að fara varlega og treystum því jafnframt að ökumenn leggi löglega,“ stendur í orðsendingu lögreglunnar.
Þeir sem vilja skilja bílinn eftir heima er bent á a strætó gengur samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, en vegna lokana í miðbænum verður einhver röskun á leiðarkerfinu. Hægt er að kynna sér það betur á heimasíðu Strætó.