fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Rif á Snæfellsnesi þurrkað af kortinu : „Frekar lélegt“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frystiklefanum á Rifi, leikhúsi og listamannasetri á Rifi á Snæfellsnesi, þykir miður að Rif sé ekki að finna á ferðamannakortinu sem Markaðsstofa Vesturlands gefur út í ár. Þetta kemur fram í færslu á Facebook.

Fyrir þá sem ekki þekkja til staðhátta þá er Rif þorp á Snæfellsnesi, milli Hellisands og Ólafsvíkur. Rif á sér merkilega sögu og er meðal annar upphafsstaður saltfisksverslunar á Íslandi.

Það kom því Fyrstiklefanum á óvart að sjá Rif hvergi merkt á áðurnefndu ferðamannakorti.

Frystiklefinn reiknar með að það sé vegna þess að ekki hafi verið keyptar auglýsingar á kortinu þetta árið.

Ástæðan fyrir því er einföld. Okkur fannst við ekki fá neitt útúr því

Frystiklefinn telur sig hafa staðið sína pligt í að upphefja og skipuleggja viðburði fyrir Vesturland undanfarinn áratug og það se afskaplega leiðinlegt að heilt þorp gjaldi fyrir það að eitt fyrirtæki kaupi ekki auglýsingu.

Afskaplega leiðinlegt að heilt þorp hafi þurft að líða fyrir það að við vildum ekki borga fyrir auglýsingu. Rif er samt ennþá partur af Vesturlandi og því frekar lélegt að götukortið af þorpinu hafi verið strokað út.

Telur Frystiklefinn að það liggi því beinast við að Markaðsstofa Vesturlands skipti um nafn.

Spurning um að breyta nafninu á Markaðsstofu Vesturlands í „Markaðstofa þeirra fyrirtækja á Vesturlandi sem hafa efni á því að borga fyrir auglýsingar.“

Bara hugmynd.

Frystklefinn ítrekar í færslu sinni að Rif sé vissulega enn til og þar sé dásamlegt að vera.

Allavega, sjáumst á alþjóðlegri götulistahátíð á Hellissandi um næstu helgi (sem við skipulöggðum og stöndum fyrir í þágu menningar og ferðamennsku á Vesturlandi). Já og við ítrekum að RIF ER ENNÞÁ TIL og þar er dásamlegt að vera.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“