fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Atli Magnússon er látinn: „Hvert sem góður maður fer er honum borgið“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 15. júní 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Magnússon, þýðandi, er látinn. Atli var fæddur árið 1944 og var mikilvirtur þýðandi. Hann þýddi margar bækur sem teljast til heimsbókmennta, svo sem bækur eftir Scott Fitzgerald, Josep Conrad, Thomas Hardy, Truman Capote og Johannes V. Jensen.

Atli starfaði lengi við blaðamennsku, fyrst sem prófarkalesari á Þjóðviljanum, síðan á Alþýðublaðinu og Tímanum þar sem hann starfaði sem blaðamaður. Eftir að Tíminn var lagður niður starfaði hann alfarið við þýðingar

Í samtali við Morgunblaðið árið 2007 sagði Atli að hann gæfi bókmenntaþýðingum allan þann tíma sem hann gæti.

„Ég hef gefið bókmenntaþýðingunum allan þann tíma sem ég hef getað. Það gefur mesta yndið. Maður er þá á fullu að vinna í því þar sem hjartað er með. Ég kalla mig heppinn, að mér hefur aldrei leiðst þýðingarstarfið. Það er mikil gæfa. Þetta er starf sem maður getur alltaf gengið í.“

Sonur Atla, Grímur Atlason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar, greindi frá andláti föður síns í gær.

„Pabbi minn er dáinn. Hann gaf mér bók með eftirfarandi áritun fyrir 29 árum þegar líf mitt var í ólgusjó neyslu og hörmunga. Þessi kveðja er viðeigandi þegar Atli Magnússon flytur í sumarlandið: „Hvert sem góður maður fer er honum borgið“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“

Fyrrum kærasti Öldu reyndi að ræna henni – „Ég henti mér út úr bíln­um“
Fréttir
Í gær

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök

Segir tafir á Hvammsvirkjun ekkert hafa með náttúruvernd að gera heldur lagaflækjur og mistök
Fréttir
Í gær

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið

Riddarar kærleikans á kærleikshringferð um landið
Fréttir
Í gær

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“

„Þessar barnadýnur eru þá taldar hættulegar eða ekki æskilegt að börn sofi á þeim. Sama með þessi plastleikföng sem eru mjúk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun

Segja tvo launmorðingja hafa verið skotna til bana í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“

Peter Jackson lykilmaður í að endurlífga risastóran útdauðan fugl – „Þetta yrði mjög hættulegt dýr“