fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fréttir

Frakkar sagðir vilja Björgólf í fimm ára fangelsi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 11. júní 2019 12:57

Björgólfur Guðmundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saksóknarar í Frakklandi eru sagðir krefjast þess að Björgólfur Guðmundsson, fyrrverandi stjórnarformaður Landsbankans, verði dæmdur í fimm ára fangelsi. Málið snýr að lánveitingum til eldri borgara skömmu fyrir hrun sem saksóknarar í Frakklandi segja hafa verið svindl.

Stundin greinir frá þessu og vísar í gögn ákæruvaldsins.

Málið hefur verið til meðferðar hjá frönskum áfrýjunardómstól að undanförnu en skemmst er að minnast fréttar RÚV frá 22. maí síðastliðnum þar sem fram kom að Björgólfur hafi gengið úr réttarsal.

Í fréttinni kom fram að Björgólfur væri einn níu sakborninga í málinu, en áður höfðu þeir allir verið sýknaðir. Málinu var áfrýjað og er áfrýjunin nú til meðferðar. Málið snýst um sérstaka tegund fasteignalána sem Landsbankinn í Lúxemborg veitti lífeyrisþegum.

Í frétt Stundarinnar kemur fram lánin hafi verið veitt gegn veðum í fasteignum þeirra, en þeir fengu aðeins hluta lánsfjárs greiddan út á meðan restin fór í fjárfestingar hjá Landsbankanum í Lúxemborg. Telja saksóknarar að í raun hafi verið um svindl að ræða. Fjármunir hafi til dæmis verið notaðir í annað en lofað var.

Hér má lesa nánar um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot

Tvær mjög ungar konur ákærðar fyrir stórfellt fíkniefnabrot
Fréttir
Í gær

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“

„Þarf Íslendingur að deyja fyrst svo eitthvað sé gert. Kannski íslenskt barn?“
Fréttir
Í gær

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 

Eimskip bætir við vikulegum viðkomum í Rotterdam 
Fréttir
Í gær

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu