Heilmiklar tafir eru á umferð upp Ártúnsbrekku í austur eftir að bílar skullu saman nú fyrir stundu. Að sögn blaðamanns DV, sem er á staðnum, hefur myndast mikil bílaröð vegna slyssins sem nær allt niður að Skeifunni.
Lögregla er að störfum á vettvangi en sjúkrabíll var einnig kallaður til. Engin alvarleg slys urðu á fólki.