fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Starfsmaður borgarinnar sagði hælisleitendum að greiðslur til þeirra yrðu lækkaðar – Engin skýring á mistökunum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. maí 2019 17:52

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hælisleitendur á Íslandi fengu í dag skilaboð frá Reykjavíkurborg þess efnis að vikulegar greiðslur til þeirra yrðu lækkaðar. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Segir í póstinum að Reykjavíkurborg hafi endurnýjað samning við Útlendingastofnun og samkvæmt nýjum samningi lækki vikulegar greiðslur til fjölskyldna. Segir jafnframt að borgin harmi þau óþægindi sem þessi breyting mun hafa í för með sér. Vikulegar greiðslur eru 8 þúsund krónur á hvern fullorðinn einstakling, 13 þúsund á hjón og 5 þúsund á hvert barn. Eftir fjórar vikur bætast við vasapeningar sem eru 2.700 á fullorðinn og 1.000 kr. á barn.

Samkvæmt skilaboðunum frá borginni í dag þá átti þessi upphæð að lækka. En þegar RÚV kannaði málið fengust þau svör frá borginni að útsending skilaboðanna hafi verið mistök starfsmanns og ekki standi til að lækka greiðslurnar. Engin skýring hefur fengist á þessum mistökum og málið er allt hið óvenjulegasta.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Í gær

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu

Segir nauðsynlegt að takmarka Airbnb og setja á leigubremsu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness