Tólf starfsmönnum bílaumboðsins Heklu hefur verið sagt upp störfum. Mbl.is greindi frá. Uppsagnirnar eru gerðar í hagræðingarskyni. Forstjóri Heklu, Friðbert Friðbertsson, segir í viðtali við mbl.is að markaðurinn sé erfiður nú um stundir og bílasala í landinu hafi dregist saman um 30% frá því á sama tíma í fyrra.
Þeim sem sagt var upp starfa í hinum ýmsu deildum fyrirtækisins en starfsmenn Heklu eru alls 140.