fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

„Þetta er maðurinn sem vill leggja sæstreng til Íslands“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. maí 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er Edi Truell, maðurinn sem vill leggja sæstreng til Íslands í krafti þess að íslensk stjórnvöld hafa tekið upp orkustefnu Evrópusambandsins, sem hefur það að markmiði að byggja upp samkeppnismarkað með orku um allt evrópska efnahagssvæðið.“

Þetta segir Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi fjölmiðlamaður og einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, á Facebook-síðu sinni.

Þar vísar hann í frétt The Times í gær þar sem fram kom að fyrrnefndur Edi, eigandi fyrirtækisins Atlantic Superconnection, vilji að yfirvöld í Bretlandi liðki fyrir stórum framkvæmdum sem gætu gert Bretum kleift að leggja sæstreng til Íslands og sækja þar með íslenska raforku.

Fréttavefurinn mbl.is fjallaði meðal annars um þetta og sagði að Edi Truell hefði þrýst á viðskiptaráðherra Bretlands, Greg Clark, um þetta. Fjármögnum liggi fyrir og nú þurfi aðeins samþykki breskra yfirvalda. Bresk yfirvöld þurfi ekki að leggja til krónu í verkefnið og verði það að veruleika gætu hundruð starfa orðið til í norðausturhluta Bretlands.

Gunnar Smári segir að Edi sé vel tengdur og í ljósi þess teljist líklegt að hann fái stuðning til að leggja sæstreng til Íslands.

„Edi er harður Brexit-maður, vill Bretland út úr Evrópusambandinu sem fyrst, var samstarfsmaður Boris Johnson, sem líklegastur er til að verða næsti forsætisráðherra Breta, og hefur styrkt breska Íhaldsflokkinn rausnarlega. Vegna tengsla hans verður það að teljast líklegt að hann fá stuðning breskra stjórnvalda til að leggja sæstreng til Íslands. Það er hins vegar kostulegt að harður Brexit-maður skuli vilja nota orkustefnu Evrópusambandsins til að tengjast íslenska raforkukerfinu,“ segir Gunnar Smári um málið á Facebook-síðu sinni.

Til að þessi áætlun Truel verði að veruleika þurfa bresk stjórnvöld að skilgreina Atlantic Superconnection sem erlendan raforkuframleiðanda en í frétt Vísis í gær var bent á að fyrirtækið þyrfti þó einnig samþykki Alþingis. Þá var bent á að bresk yfirvöld hygðust auka innflutning á raforku mikið á næstu árum og áratugum enda standi til að hætta notkun kjarnorku- og kolavera þar í landi árið 2025.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”