fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Enn dragast endurgreiðslurnar frá Netgíró – „Ég tók u.þ.b. 200 þúsund króna lán hjá þeim sem ég vil fá endurgreitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 28. maí 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég freistaðist til þess að nota Netgíró en borgaði fyrir flugmiða hjá WOW air og bíð eftir að fá endurborgað. Ég hef verið í stöðugu sambandi við Netgíró og alltaf er það ég sem hef haft samband að fyrra bragði. Ég tók u.þ.b.200 þúsund króna lán haustið 2018 sem ég vil gjarnan fá endurborgað en þetta er í fyrsta skipti sem ég tek lán hjá þeim. Ég hef auðvitað staðið við allar niðurgreiðslur af láninu,“ segir maður sem hafði samband við DV og hafði ekki fengið enn fengið endurgreiddan flugmiða hjá WOW air vegna ferðar sem aldrei var farin.

Þann 28. mars, daginn sem WOW air skilaði inn flugrekstrarleyfi og var úrskurðað gjaldþrota, birti Netgíró tilkynningu til farþega sem höfðu keypt flug með WOW air í gegnum Netgíró og bauð þeim að fylla út form til að hægt væri að endurgreiða þeim. Ljóst er að enn vantar töluvert upp á að allir hafi fengið gert upp en ofangreindur viðskiptavinur hafði samband við DV í dag, sléttum tveimur mánuðum eftir gjaldþrotið. Allir sem greiddu slíkar ferðir með greiðslukortum hafa fengið endurgreitt frá Valitor.

Segjast ljúka málinu undir lok júní

Stuttu eftir frétt DV um málið í síðustu viku birti Netgíró tilkynningu þess efnis að vel gengi að vinna úr beiðnum vegna málsins og reiknað er með að síðasta krafan verði greidd undir lok júní, eða um þremur mánuðum eftir gjaldþrot WOW air.

Viðskiptavinurinn umræddi segir:

„Ég hef hringt mörgum sinnum og nokkrum sinnum hafa þau ekki svarað. Ég hef sent pósta og hafa þau svarað mér um hæl en ekkert sagt um hvað sé framundan og hafa ekki getað svarað spurningum mínum skýrt og greinilega.“

Netgíró hefur ekki svarað fyrirspurnum DV vegna málsins. DV hefur því ekki upplýsingar um umfang vandans. En viðskiptavinurinn sem hafði samband í dag er orðinn langeygur eftir endurgreiðslu og segir:

„Það sem ég hef lært af þessu er að ég mun aldrei aftur freistast til þess að nota Netgíró.“

Rétt er hins vegar að árétta að Netgíró ætlar að ljúka málinu fyrir lok júní, samkvæmt yfirlýsingu fyrirtækisins.

Sjá einnig: 

Hafa enn ekki fengið WOW air ferðina endurgreidda frá Netgíró

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu

Segir Landsvirkjun ásælast Þjórsárver eins og Rússar Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”