fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Sverrir segir frá risvandamáli útrásarvíkinga: „Jafnvel kúkalykt af okkar mönnum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sverrir Agnarsson, sem er líklega best þekktur sem fyrrverandi formaður Félags múslíma á Íslandi, segir á Facebook-síðu sinni frá nokkuð sérstöku samtali sem hann hleraði á fyrsta farrými í góðærinu fyrir ríflega tíu árum. Samtalið snerist um að vændiskonum þætti vond lykt af íslenskum útrásarvíkingum.

Sverrir segir að á þessum árum hafi hann flogið oft á milli Kaupmannahafnar og Íslands. „Ég var í útrásinni sem rannsóknarstjóri á Nyhedsavisen í Kaupmannahöfn sem var í eigu Dagsbrúnar á góðum launum og fríum ferðum heim og fór uþb 120 sinnum frá Köben til Reykjavíkur á þremur árum á bísness klass. Félagsskapurinn í vélinni var alltaf úr landsliði útrásarinnar og flestir léttkendir enda heimferð á föstudagskvöldi. Ég sat hjá seðlabankastjórum, þyrlueigendum, viðskiptafjörfum og öðrum fjármálatröllum. Þetta var upplýsandi og yfirleitt skemmtilegt enda firrur og fjarstæða mín helstu áhugamál,“ segir Sverrir.

Hann segir að eitt skipti hafi tveir þekktir útrásarvíkingarnir setið fyrir aftan hann. „En hér segir af tveimur þeirra allra frægustu sem eitt sinn sátu fyrir aftan mig og voru að ræða vandamál sem greinilega skipti þá miklu.en það fólst í ofurnæmni dýrustu fylgilagstúlkanna í London en þær dýrustu og flottustu voru að sjálfsögðu jafn fíngerðar eins og prinsessan á bauninni sem fann fyrir henni í gegnum 100 rúmdýnur,“ lýsir Sverrir.

Vændiskonunum ku hafa þótt kúkalykt af Íslendingum. „Glæsimeyjarnar fitjuðu upp á nefið og kvörtuðu yfir prumpulykt eða jafnvel kúkalykt af okkar mönnum í fleiri daga eftir þeir komu úr skreppitúrum frá Íslandi þar sem þeir höfðu farið í sturtu svo ekki sé tala um sund og í inn í lyktarheim viðkvæmra stássstúlkna ruddist mýralyktin af bjargvætti Íslands – heita vatninu,“ segir Sverrir.

Hann segir að þetta mun hafa rústað næturgleði þeirra. „Það var frekar þunglyndislegt að heyra að þessir skörpustu hugsuðir útrásarinnar höfðu ekki fundið neina lausn, edikböð og rándýr ilmvötn dugðu ekki til frekar en fleiri dýnur í rúm prinsessunnar forðum því mýrin eins og baunin vað ekki falin heldur endalaust afhjúpuð af fegurstu nefjum Norður Evrópu og rústaði næturgleði víkinganna sem niðurlægðir af náttúru Ísland fengu óviðráðanlega riserfiðleika,“ segir Sverrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða