fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Reykvíkingur dæmdur í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aldrei komið þangað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríflega tvítugur Reykvíkingur, Edmunds Brikainis, var nýverið dæmdur í Bretlandi til greiða 660 pund fyrir umferðarbrot þar í landi. Það væri vart í frásögur færandi nema fyrir það að Edmunds, sem er af lettneskum uppruna, segist aldrei hafa komið til Bretlands.

Það er breski héraðsfréttamiðilinn Lincolnshire Live sem greinir frá þessu. Edmunds, sem hefur búið á Íslandi frá árinu 2016, telur líklegt að hann hafi lent í auðkennisþjófnaði. Hann segist hafa verið í áfalli þegar hann komst að því að hann hafi verið dæmdur í fjarvist fyrir umferðarbrotið.

„Félagi minn sagði mér að ef leitað væri að nafni hans á Google þá kæmi upp að ég væri eigandi tveggja fyrirtækja sem voru skráð í Bretlandi árið 2017. Auk þess væri ég skráður sem íbúi í Bretlandi, þrátt fyrir að ég hef aldrei komið þangað og hef aldrei skráð nein fyrirtæki,“ lýsir Edmunds.

Það var svo í apríl á þessu ári sem hann sá hann hafi verið dæmdur í Bretlandi. Að hans sögn var veski hans stolið í Lettlandi árið 2016 en í því var ökuskírteini hans. „Ég er búinn að láta lögregluna í Lettlandi vita og bað lögregluna í Lincolnshire að rannsaka ólöglega notkun á auðkenni mínu,“ segir Edmunds um þetta óvenjulega mál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða