fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Lögregla húðskammar ökumenn eftir atvik í gær: „Svona háttsemi er með öllu ólíðandi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 27. maí 2019 15:42

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er með öllu óskiljanlegt hversu oft ökumenn reyna að troða sér framhjá lokunum í umdæminu og skiptir þá engu þótt um vettvang slyss sé að ræða. Þetta var því miður raunin enn eina ferðina  í gærdag, en þá var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á mótum Sogavegar og Austurgerðis, rétt norðan Bústaðavegar.“

Svona hefst tilkynning frá lögreglu vegna umferðarslyss sem varð í gær, en þá var ekið á barn á reiðhjóli. Að sögn lögreglu var strax ljóst að um alvarlegt slys var að ræða.

„Setja þurfti upp lokun á Bústaðavegi vegna þessa svo m.a. væri hægt með öruggum hætti fyrir viðbragðsaðila að athafna sig á vettvangi. Þrátt fyrir ökutæki lögreglu á staðnum, bæði bílar og bifhjól með blikkandi ljós, freistuðu ökumenn þess að troða sér framhjá og tókst einhverjum það uns þeir urðu að nema staðar beint við slysstaðinn. Svona háttsemi er með öllu ólíðandi og hinir sömu þurfa að hugsa sinn gang, því varla vill nokkur maður skapa frekari hættu á vettvangi þar sem þegar hefur orðið slys.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða