fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Ferðamenn tóku myndir inn um glugga: „Það var orðinn nettur pirringur“ – Setja reglur fyrir túrista

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2019 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er pínulítill bær og það er rosalega mikil ferðmannaumferð hér,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, bæjarstjóri á Seyðisfirði, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Í frétt blaðsins kemur fram að Seyðisfjörður hafi nú sett leiðbeinandi reglur til þeirra erlendu ferðamanna skemmtiferðaskipa sem heimsækja bæinn. Er Seyðisfjörður fyrsta bæjarfélagið hér á landi til að setja slíkar reglur.

Hátt í 70 skemmtiferðaskip munu koma til Seyðisfjarðar í sumar – býsna mikið sé litið til þess að Seyðisfjörður er ekki ýkja stór. Aðalheiður segir að hópur fólks hafi byrjað að ræða þetta fyrir tveimur árum og það hafi ekki komið til af góðu.

„Það var orðinn nettur pirringur því fólk er að taka myndir inn um glugga hjá fólki,“ segir Aðalheiður og bætir við að fólk hafi jafnvel verið að fara inn í garða.

Í reglunum er meðal annars kveðið á um að börn séu ekki mynduð án leyfis frá foreldrum. Þá eru ferðamenn hvattir til að ganga vel um og skilja ekki eftir rusl á víðavangi. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að reglurnar séu unnar í samvinnu við AECO, samtök leiðsöguskipafyrirtækja á norðurslóðum. Verkefnið er nýfarið af stað en fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Seyðisfjarðar á miðvikudag í síðustu viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“

Bragi: Þjóðverjarnir á Keflavíkurflugvelli steinhissa – „That can‘t be right“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Í gær

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot