fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Starfsmenn WOW selja utan af sér spjarirnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver áhugaverðasti fatamarkaður sem nokkurn tíma hefur verið haldinn verður opnaður í hádeginu og stendur til kl. 18 í dag: Fyrrverandi starfsmenn hins gjaldþrota flugvélags WOW air munu selja föt og annan varning í Holtagörðum. Markaðurinn verður opnaður kl. 12 og stendur til kl. 18. Í kynningu á þessu segir:

W?W fatamarkaður frá 70 fyrrum starfsmönnum WOW verður haldinn laugardaginn 13.apríl næstkomandi frá 12-18

Fatnaður af öllum stærðum og gerðum ásamt heimilisvörum, snyrtivörum, skarti og öðrum fylgihlutum.

Staðsetning: Salurinn við hliðina á Bónus í Holtagörðum.

ATH engir posar verða á staðnum en hægt að greiða með pening, Aur og Kass.

Hlökkum til að sjá ykkur ! ?

Margir starfsmenn WOW air eiga um sárt að binda eftir hið skyndilega gjaldþrot félagsins. Fyrirtækið varð gjaldþrota ekki löngu fyrir mánaðamót og þeir fengu engin laun um síðustu mánaðamót. Um tíma leit út fyrir að flugfreyjur WOW air yrðu margar hverjar að leita til Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstofnunar kirkjunnar en ASÍ hljóp undir bagga og lánaði Flugfreyjufélagi Íslands 100 milljónir.

Myndir frá markaðnum munu birtast í frétt hér á dv.is fyrir kl. 17 í dag. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð