fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Starfsmenn WOW selja utan af sér spjarirnar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 10:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhver áhugaverðasti fatamarkaður sem nokkurn tíma hefur verið haldinn verður opnaður í hádeginu og stendur til kl. 18 í dag: Fyrrverandi starfsmenn hins gjaldþrota flugvélags WOW air munu selja föt og annan varning í Holtagörðum. Markaðurinn verður opnaður kl. 12 og stendur til kl. 18. Í kynningu á þessu segir:

W?W fatamarkaður frá 70 fyrrum starfsmönnum WOW verður haldinn laugardaginn 13.apríl næstkomandi frá 12-18

Fatnaður af öllum stærðum og gerðum ásamt heimilisvörum, snyrtivörum, skarti og öðrum fylgihlutum.

Staðsetning: Salurinn við hliðina á Bónus í Holtagörðum.

ATH engir posar verða á staðnum en hægt að greiða með pening, Aur og Kass.

Hlökkum til að sjá ykkur ! ?

Margir starfsmenn WOW air eiga um sárt að binda eftir hið skyndilega gjaldþrot félagsins. Fyrirtækið varð gjaldþrota ekki löngu fyrir mánaðamót og þeir fengu engin laun um síðustu mánaðamót. Um tíma leit út fyrir að flugfreyjur WOW air yrðu margar hverjar að leita til Mæðrastyrksnefndar og Hjálparstofnunar kirkjunnar en ASÍ hljóp undir bagga og lánaði Flugfreyjufélagi Íslands 100 milljónir.

Myndir frá markaðnum munu birtast í frétt hér á dv.is fyrir kl. 17 í dag. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“

Stefán Einar tjáir sig um arabísku mennina – „Hrein og klár ögrun við íslenskt samfélag“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“

Trump trylltist við spurningar blaðakonu – „Róaðu þig, svínka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“