fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Sólveig útskýrir hvers vegna hún hlakkar til verkfalls

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2019 09:46

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa sagt í gær að henni hlakki til verkfalls. Á Facebook-síðu hennar útskýrir hún nánar hvað hún átti við með þeim orðum. Hún segist glöð því loksins fái raddi láglaunakvenna í íslensku samfélagi að heyrast hátt og skýrt.

„Ég sé að framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins er eitthvað að gagnrýna gleði mína yfir því að á morgun muni þernur á hótelum, einn lægst launaðasti hópur í íslensku samfélagi, leggja niður störf, eftir að hafa tekið þátt í atkvæðagreiðslu þar sem að 89% þeirra sem tóku þátt sögðu já við verkfalli,“ segir Sólveig Anna.

Fleiri glaðir

Hún segist ekki hafa verið ein um það að vera glöð í gær. „Ég ætla að leyfa mér að segja að mér finnst bara ekkert við hæfi að gagnrýna gleði mína. Hún er mjög sönn og er afleiðing af ýmsu, td. þessu:  Þær konur sem ég hef hitt og talað við sem eru sannarlega láglaunakonur í íslensku samfélagi er mjög glaðar! Þær voru glaðar yfir því að fá tækifæri til að greiða atkvæði og þær eru glaðar yfir þvi að fá tækifæri til að leggja niður störf. Ég er glöð af þvi að ég starfaði í tíu ár sem láglaunakona á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Sólveig Anna.

Hún segist vita upp á hár hvernig það er að vera láglaunakona. „Ég veit nákvæmlega hvernig það er að fá ömurleg laun fyrir mikla og erfiða vinnu og ég veit að ég hefði orðið glöð yfir því að fá tækifæri til að leggja niður störf til að sýna öllum sem notuðu vinnuaflið mitt til að láta hlutina ganga upp að hlutirnir myndu ekki ganga upp ef að ég legði niður störf. Til þess að knýja á um að ég þyrfti ekki lengur að sætta mig við að vera á eilífu útsöluverði!,“ segir Sólveig Anna.

Loksins hlustað

Hún segir það gleðiefni að láglaunakonur bíti frá sér. „Ég er glöð af því að loksins fá raddir láglaunakvenna í íslensku samfélagi að heyrast hátt og skýrt. Þrátt fyrir að Ísland mælist hæst á listum um kynja-jafnrétti er staðreyndin sú að láglaunakonan hefur ekki fengið neitt pláss eða nein völd. Að okkur hafi tekist að troða okkur í sviðsljósið, að við skulum allt í einu vera orðnar „hættulegar“ er sögulegt; eignalausar, valdalausar, peningalausar konur eru allt í einu orðnar afl í íslensku samfélagi, afl sem mögulega þarf að taka tillit til og hlusta á! Er ekki við hæfi að gleðjast yfir því?,“ spyr Sólveig Anna.

Hún segist þó skilja vel að þeir sem hafa nógan pening hneykslist. „Ég skil að mennirnir með mörgu milljónirnar skilji tilfinningar okkar ekki. Þeir vita ekki hvernig það er að fá aldrei nóg útborgað þrátt fyrir að hafa unnið heilan mánuð, að fá aldrei nóg útborgað mánuð eftir mánuð, ár eftir ár, frá unga aldri fram á gamals aldur. Þeir vita ekkert hvernig tilfinningar vakna við það. En vegna þess að þeir hafa aldrei verið í þeirri stöðu þá hafna ég bara alfarið mati þeirra á því hvað er við hæfi tilfinningalega séð og hvað er ekki við hæfi. Ég er hér, ég er glöð, get used to it.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim