fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Svikahrappar stálu 40 milljónum – Komust inn í samskipti Arctic Trucks við viðskiptavin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svikahrappar stálu tæplega 40 milljónum króna af viðskiptavini Arctic Trucks nýlega. Þeir komust inn í samskipti Arctic Trucks og viðskiptavinarins og blekktu hann til að leggja upphæðina inn á eigin reikning í stað reiknings Arctic Trucks. Greiðslan var fyrir ferð fyrir tvo á Suðurpólinn með Arctic Trucks.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Herjólfi Guðbjartssyni, framkvæmdastjóra Arctic Trucks, að svikararnir hafi komist inn í tölvupóstssamskipti og hafi náð að blekkja báða aðila með að stofna lén sem líktust lénum fyrirtækjanna. Einnig stofnuðu þeir netföng með nöfnum þeirra sem höfðu átt í tölvupóstssamskiptum vegna ferðarinnar.

„Við erum alltaf að skrifa svikaranum og viðskiptavinur okkar er alltaf að skrifa svikaranum. Þeir láta póstana fljóta áfram eins og venjuleg samskipti ættu sér stað.”

Er haft eftir Herjólfi. Að lokum var viðskiptavinur Arctic Trucks blekktur til að millifæra inn á reikning svikahrappanna að sögn Herjólfs. Haft er eftir honum að öryggisúttekt bendi ekki til að öryggisbrestur hafi verið hjá Arctic Trucks en í kjölfar málsins hafi öllum öryggisferlum varðandi móttöku erlendra greiðslna verið breytt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin