fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
Fréttir

Svikahrappar stálu 40 milljónum – Komust inn í samskipti Arctic Trucks við viðskiptavin

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svikahrappar stálu tæplega 40 milljónum króna af viðskiptavini Arctic Trucks nýlega. Þeir komust inn í samskipti Arctic Trucks og viðskiptavinarins og blekktu hann til að leggja upphæðina inn á eigin reikning í stað reiknings Arctic Trucks. Greiðslan var fyrir ferð fyrir tvo á Suðurpólinn með Arctic Trucks.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Herjólfi Guðbjartssyni, framkvæmdastjóra Arctic Trucks, að svikararnir hafi komist inn í tölvupóstssamskipti og hafi náð að blekkja báða aðila með að stofna lén sem líktust lénum fyrirtækjanna. Einnig stofnuðu þeir netföng með nöfnum þeirra sem höfðu átt í tölvupóstssamskiptum vegna ferðarinnar.

„Við erum alltaf að skrifa svikaranum og viðskiptavinur okkar er alltaf að skrifa svikaranum. Þeir láta póstana fljóta áfram eins og venjuleg samskipti ættu sér stað.”

Er haft eftir Herjólfi. Að lokum var viðskiptavinur Arctic Trucks blekktur til að millifæra inn á reikning svikahrappanna að sögn Herjólfs. Haft er eftir honum að öryggisúttekt bendi ekki til að öryggisbrestur hafi verið hjá Arctic Trucks en í kjölfar málsins hafi öllum öryggisferlum varðandi móttöku erlendra greiðslna verið breytt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni

Gufunesmálið: Starfsmaður bílaþvottastöðvar fann tennur Hjörleifs heitins í Teslunni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“

Gerður í Blush biðst afsökunar á Instagram-færslum – „Var líklega heldur hvöss og byggð á persónulegri skoðun minni“
Fréttir
Í gær

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku

Jóhann Rúnar Skúlason kominn í danska hestalandsliðið fyrir HM – Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn 13 ára stúlku
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum lýsir sig vanhæfan í máli sem tengist nánum ættingja
Fréttir
Í gær

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn

Sakaður um að ferðast með barnaklám frá Íslandi til Bandaríkjanna – Allt að fjögurra ára gömul börn