fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fréttir

Gróf líkamsárás á skemmtistaðnum Shooters: Fjórir eru í haldi lögreglu

Auður Ösp
Mánudaginn 27. ágúst 2018 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að skemmtistað í miðborginni á aðfararnótt sunnudagsins, vegna slagsmála inni á staðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en greint frá því á vef Vísis í morgun að skemmtistaðurinn sem um ræðir sé Shooters í Austurstræti.

Þegar að var komið var ljóst að tveir af dyravörðunum höfðu orðið fyrir árás. Í viðtölum við vitni kom fram að tveir menn sem hafði verið vísað af staðnum skömmu áður, höfðu komið aftur með fleiri menn með sér og ráðist þar á tvo dyraverði. Annar dyravarðanna, karlmaður á fertugsaldri, var mikið slasaður eftir árásina og var fluttur strax á spítala þar sem hann dvelur enn.

Fjórir menn, á þrítugs- og fertugsaldri, eru grunaðir um árásina og voru þeir handteknir síðar á sunnudeginum. Vegna alvarleika málsins var ákveðið að óska eftir að þeir sættu gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar hagsmuna.

Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu lögreglustjóra um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum, til 7.september. Rannsókn málsins miðar vel áfram að sögn lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Í gær

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga