fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Arnór snýr aftur í Seðlabankann

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 24. ágúst 2018 17:30

Arnór Sighvatsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Sighvatsson, sem á dögunum lét af starfi aðstoðarseðlabankastjóra lögum samkvæmt, hefur ekki sagt alveg skilið við bankann. Hann mun koma tímabundið aftur til starfa í haust til þess að ljúka ýmsum verkefnum. „Það var um það rætt þegar Arnór lét af embætti í sumar að það þyrfti að fá hann í viss verkefni síðar. Nú er um það samkomulag að hann taki að sér tiltekin skýrsluskrif  sem hann byrjar væntanlega á í haust og að vinnan við þau geti staðið yfir fram á árið 2019,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands, í skriflegu svari til blaðsins.

Fáir þekkja starfsemi Seðlabanka Íslands betur Arnór Sighvatsson. Þegar hann kvaddi bankann fyrr á árinu hafði hann unnið þar samfleytt í 28 ár. Hann hóf þar störf árið 1990 eftir að hafa lokið doktorsprófi í hagfræði frá Northern Illinois University sama ár. Arnór tók við stöðu aðalhagfræðings og framkvæmdastjóra hagfræðisviðs bankans árið 2004 og var settur aðstoðarseðlabankastjóri í febrúar 2009. Fyrst til bráðabirgða en síðan var hann formlega skipaður í embættið til fjögurra ára í júlí sama ár.

Arnór var endurskipaður aðstoðarseðlabankastjóri til fimm ára í apríl 2013. Lögum samkvæmt getur hver einstaklingur aðeins verið skipaður tvisvar í embættið og því lauk Arnór störfum í lok júní.

Staðan var auglýst fyrr á árinu og að lokum skipaði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Rannveigu Sigurðardóttur sem aðstoðarseðlabankastjóra. Rannveig hefur frá árinu 2009 starfað sem aðstoðarframkvæmdastjóri hagfræði- og peningastefnusviðs Seðlabanka Íslands og verið ritari peningastefnunefndar, ásamt því að vera staðgengill aðalhagfræðings bankans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Missir af EM
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa

Skagfirðingur á níræðisaldri keyrði fullur og lét sig hverfa
Fréttir
Í gær

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt

17 ára piltur missir bílprófið og fær 250 þúsund króna sekt
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði