fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Elísabetu vikið úr Femínistaspjallinu fyrir að standa með þolendum vændis – Mikil ólga innan hópsins eftir brottreksturinn

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil ólga ríkir innan Facebook-hóps Femínista á Íslandi eftir að Elísabetu Ýr Atladóttur, femínista var vikið úr hópnum í gær. Elísabet segist í samtali við DV hafa verið rekin úr hópnum fyrir að vera ósammála stjórnendum um vændi og hvernig það birtist. Stjórnandi hópsins sem telur tæplega 4.000 femínista segir í færslu að Elísabet hafi sýnt ítrekaða svívirðilega hegðun gagnvart jaðarsettu fólki.

Málið má rekja til færslu sem skrifuð var á síðuna í gær þar sem einn notandi velti því upp hvernig best væri að þýða enska orðið „Sex Worker.“ Heitar umræður um vændi sköpuðust í kjölfarið þar sem Elísabet fór mikinn. Skömmu síðar var henni vikið úr hópnum.

„Mér var vikið úr hópnum fyrir að vera ósammála stjórnanda um hvað vændi er og hvernig það birtist, en ég tek því ekkert persónulega. Það er kannski hægt að sjá það þannig að ég hafi verið látin fara fyrir að standa með þolendum vændis, en ég held að það væri einföldun á frekar flóknu máli,“ segir Elísabet í samtali við DV.

Hún segir málið vera viðkvæmt sem erfitt sé að rökræða í hópi sem þessum. „Mörg þeirra sem eru ósammála mér um þessi mál styðja þolendur vændis á einn eða annan hátt, en vilja bara ekki horfast í augu við hvað vændi er og hversu skaðlegt það er, hvernig þolendur vændis eru þolendur útaf vændi. Þetta er ákveðinn skoðanamismunur sem er erfitt að rökræða við marga því þetta er að sjálfsögðu tilfinningamál,“ segir hún.

Eftir að í ljós kom að Elísabetu hefði verið vikið úr hópnum stigu margir notendur fram og lýstu yfir stuðningi við hana. Töluverður hópur þeirra yfirgaf í kjölfarið hópinn. „Mér finnst ekki samræmast þolendavænni stefnu að vísa manneskju á dyr fyrir að standa með þolendum. Það samræmist heldur ekki mínum skilningi á opinni umræðu og virðingu fyrir skoðunum annarra að skrúfa niður rödd einstaka aðila án skýringa eða fyrir það eitt að standa með þolendum. Algerlega ótækt að taka þátt í samtali um svo mikilvæg mál á grundvelli þöggunar. Bless,“ skrifaði einn ósáttur meðlimur.

Annar ósáttur meðlimur hvetur notendur til að taka sér tak. „Djöfull skitu adminur upp á bak í dag með því að reyna að white-wash’a vændi og vísa út manneskju sem stendur með þolendum. Step up your game.“

Eftir brottreksturinn fékk Elísabet fjöldann allan af póstum frá fólki sem lýsti yfir stuðningi við hana. „Ég hef fengið skilaboð með allskonar stuðning sem mér finnst ótrúlega fallegt. Ég er samt ekkert að stressa mig á þessu,“ segir Elísabet að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv