fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hljóp ógnandi á eftir 14 ára stúlku: Hélt henni og öskraði á hana

Auður Ösp
Þriðjudaginn 10. júlí 2018 16:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að fresta skuli refsingu á hendur 23 ára karlmanni sem ákærður var fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot gegn 14 ára stúlku. Maðurinn játaði sök fyrir dómi kvaðst hafa verið undir áhrifum LSD þegar hann framdi brotin og raunveruleikaskynjun hans því brengluð.

Fram kemur í dómnum að brot mannsins hafi átt sér stað í Reykjavík árið 2016.

Maðurinn hljóp ógnandi og öskrandi á eftir 14 ára gamalli stúlku en ekki kemur fram um hversu langa vegalend var að ræða. Fram kemur að hann hafi að lokum náð taki á úlpuermi stúlkunnar, haldið henni fastri og öskrað á hana, þar til íbúi í nágrenninu að kom út og  náði að koma stúlkunni inn á heimili sitt . Þá reyndi maðurinn að komast öskrandi inn á eftir þeim, þannig að halda þurfti hurðinni.

Fram kemur að maðurinn sé fæddur árið 1995 en hann hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað.

Maðurinn kvaðst iðrast gjörða sinna og segir í dómnum að hann hafi leitað sér aðstoðar, en því til sönnunar lagði maðurinn fram sálfræðivottorð. Í vottorðinu kemur fram að „atvikið hafi tekið á hann andlega en honum tekist að vinna úr því með ábyrgum hætti.“

Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi sjáanlega verið undir áhrifum fíkniefna þegar hann var handtekinn í kjölfar atviksins. Hann kvað alla skynjun sína hafa verið brenglaða umrætt sinn en hann hefði tekið LSD og hefði það ráðið gjörðum hans.

Dómurinn mat það svo að maðurinn bæri ábyrgð á gjörðum sínum þó hann hefði verið undir áhrifum fíkniefna þegar brotið átti sér stað. Ásetningur hans hafi þó verið þokukenndur umrætt sinn. Þá kemur fram að háttsemi mannsins sé litin alvarlegum augum, enda til þess fallin að valda stúlkunni mikilli hræðslu.

Þá kemur fram að málið hafi dregist óhæfilega miðað við umfang hjá ákæruvaldinu og var það tekið til greina við refsiákvörðunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?