fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fimmtán ár í súginn: Bíræfinn þjófur í miðbænum rændi Adelino Guinness-metinu

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 22. júní 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiðhjóli var stolið í Bankastræti á dögunum en það var í eigu hins heimsþekkta ferðalangs Adelino Manuel Lopes. Síðustu 15 ár hefur hann ferðast um heiminn á hjóli með allan sinn búnað í þeim tilgangi að vera nefndur í heimsmetabók Guinness. Markmiðið er að hætta árið 2020.

Adelino var staddur við Deli og Subway í Bankastræti þegar hann áttaði sig á þjófnaðinum, en ekki er nóg með að farartæki hans hafi glatast, heldur tapaði hann einnig öllum helsta farangri sínum. Í þeim búnaði voru skissur, myndir, kort og ritgerðir sem hann hafði safnað að sér á liðnum árum.

Óhætt er að segja að ekki sé um venjulegt reiðhjól að ræða, heldur líka ferðaheimili kappans, eins og sjá má að neðan.

Adelino Manuel (58) er ættaður frá Portúgal og hefur hjólað 58,000 km síðan hann hóf lífsstíl sinn sem reiðhjólamaður árið 2003.

Facebook-notandinn Kim Wagenaar birti neðangreinda stöðufærslu og segir að fimmtán ára vinna hjá manninum sé farin út um þúfur ef hjólið og búnaðurinn finnst ekki. Sagt er að ferðalangurinn sé í gríðarlegu uppnámi og yfirgefi landið á allra næstu dögum.

Uppfært kl. 13:15 – Hjólið er fundið en farangurinn er ennþá glataður. Óljóst er að svo stöddu hver staða Guinness-metsins er með þessari nýju vendingu í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv