fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Margrét fær ekki endurhæfingarlífeyri eftir hryggbrot: „Afstaða Tryggingastofnunar er óskiljanleg“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 27. apríl 2018 16:00

Margrét Friðriksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur, var synjað um endurhæfingarlífeyri eftir að hún hryggbrotnaði í ágúst síðastliðnum. Kostnaðurinn, sem hleypur á hundruðum þúsunda, fellur því allur á hana sjálfa.

„Ég fæ enga aðstoð frá Tryggingastofnun sem ég á rétt á samkvæmt lögum. Ég hefði aldrei trúað hversu kerfið er rotið og þjónar ekki tilgangi sínum lengur virðist vera“ segir Margrét í samtali við DV.

Hryggbrotnaði í útreiðartúr

Margrét var í útreiðartúr með vinum sínum laugardaginn 12. ágúst árið 2017 á Þingvöllum þegar hestur hennar fældist og tók skyndilega á rás. Losnaði hún úr ístaðinu og taldi það illskásta möguleikann að stökkva af baki. Þá lenti hún á afturendanum, fékk mikinn hnykk og hryggbrotnaði á sama stað og hún hafði brotnað tuttugu árum áður í bílslysi.

Skömmu eftir að þetta gerðist sendi hún inn umsókn til Tryggingastofnunar um endurhæfingarlífeyri en fékk ekki svar fyrr en hálfu ári síðar.

„Þeir segja að ég uppfylli ekki skilyrðin en það vill enginn gangast við synjuninni. Ég fékk nafnlaust bréf og ég hringdi til þeirra og bað um nafn en fékk ekki.“

Með vottorð frá lækni og sjúkraþjálfara

Brot Margrétar var þvert yfir lendarhrygginn. Hún þarf að fara í sjúkraþjálfun einu sinni í viku, á erfitt með að sitja, getur ekki beygt sig mikið eða lyft þungu. Best sé fyrir hana að ganga mikið og hvílast vel inn á milli. Læknirinn hennar og sjúkraþjálfari sendu báðir vottorð og endurhæfingaráætlun til stofnunarinnar en allt kom fyrir ekki.

„Læknarnir segja mig heppna að hafa ekki lamast. Hryggbrot tekur lágmark þrjú ár að gróa þannig að þessi afstaða Tryggingastofnunar er óskiljanleg. Þeir gáfu engar frekari útskýringar en sögðu mig geta kært niðurstöðuna sem tekur nokkrar vikur til viðbótar.“

Kostnaður Margrétar er mjög mikill. Hún segir beinan kostnað á fimmta hundrað þúsund krónur á næstu þremur árum og gæti hækkað meira. Þá hafi hún einnig orðið fyrir vinnutapi og hafi engar tekjur á móti. Tryggingarnar borga ekki fullar bætur þar sem þetta var frítímaslys, 47 þúsund krónur fyrir lækniskostnaði, lyfjum og endurhæfingu. Kostnaðurinn er fyrir löngu komin vel yfir þá upphæð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“

Skotin flugu eftir færslu Sigmars: „Enginn brjálaður hérna, nema kannski forseti þingsins“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu

Íslensk börn getin með sæði úr dönskum gjafa með lífshættulega genastökkbreytingu
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“
Fréttir
Í gær

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins

Styrktarátak Nettó skilar 5,5 milljónum króna til Ljóssins
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð

Guðmundur Ingi í veikindaleyfi – Þarf að gangast undir hjartaaðgerð