fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Hætta að fljúga milli Keflavíkur og Akureyrar

Air Iceland Connect mun einnig slá af flug til Belfast, Aberdeen og Kangarlussuaq

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2018 16:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Air Iceland Connect hefur frá og með miðjum maí næstkomandi ákveðið aðhætta flugi á tvo áfangastaði í Bretlandi, nánar tiltekið Belfast og Aberdeen. Þá hyggst félagið einnig leggja af flug til Kangarlussuaq í Grænlandi sem og flugi milli Keflavíkur og Akureyrar. „Eftirspurnin á þessum leiðum eftir verið minni heldur en væntingar stóðu til. Við höfum því ákveðið að leggja þær af og einbeita okkur að flugi frá Reykjavíkurflugvelli, sem er okkar kjarnastarfsemi,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Air Iceland Connect, í samtali við DV. Flugfélagið hefur flogið frá Keflavík til Narsarsuaq en mun í sumar fljúga þangað frá Reykjavík.

Air Iceland Connect, sem áður hét Flugfélag Íslands, hefur flogið fimm sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar. Aðeins er rúmt ár síðan að þjónustan hófst en viðtökur viðskiptavina hafa, eins og áður segir, valdið vonbrigðum.
Að sögn Árna hafa tekjurnar af flugleiðunum, sem senn leggjast af, numið um 7% af áætlaðri veltu flugfélagsins. „Við munum hagræða og leggja enn meiri áherslu á uppbyggingu á öðrum áfangastöðum hér heima og til Grænlands,“ segir Árni.

Sú mýta hefur verið á sveimi að erlendir ferðamenn hafi ekki verið að nýta sér innanlandsflugið sem skyldi. Að sögn Árna er það fjarri sanni. „Það hefur verið mikill vöxtur. Áður en ferðamannastraumurinn hófst fyrir alvöru voru erlendir ferðamenn um 5% af viðskiptavinum flugfélagsins. Núna eru þeir um 20% viðskiptavina á ársgrundvelli,“ segir Árni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára