fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Faðir Sigmundar ósáttur – Líkir Önnu við veika hænu: „Þetta var mjög óviðeigandi tölvupóstur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. desember 2018 13:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunn­laugur M. Sig­munds­son, faðir Sigmundar Davíð Gunnlaugssonar og fyrrverandi þingmaður, sendi Félagi sérkennara tölvupóst og kvartaði undan yfirlýsingu félagsins um ranga skráningu Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á vef Alþingis. Líkt og hefur komið fram var hún þar ranglega skráð sem ritstjóri Glæða, fagtímarits sérkennara.

Fréttablaðið greinir frá þessu. Sæ­dís Ósk Harðar­dóttir, rit­stjóri Glæða og for­maður Fé­lags sér­kennara, segir í viðtali við blaðið að tölvupóstur Gunnlaugs hafi ekki verið svaraverður. „Það eina sem ég vil segja um þetta er að þetta var mjög ó­við­eig­andi tölvu­póstur,“ er haft eftir Sædísi.

Gunnlaugur telur að félagið hafi sparkaði í liggjandi manneskju með yfirlýsingu sinni. Hann segir að Anna Kolbrún sé með krabbamein og því eigi ekki að gagnrýna hana nú. „Al­mennt talað í dýra­ríkinu er þetta þannig, og þeir sem þekkja hænsna­bú vita, að ef ein­hver hæna er veik þá fara allar hinar hænurnar að ráðast á hina veiku. Og mér finnst bara að við mann­fólkið þurfum ekki að haga okkur eins. Þarna er mjög mikið veik kona og þá kemur allt þetta lið sem er búið að hafa mánuði til þess að gera at­huga­semdir. En núna, vegna þess að hún liggur veik fyrir, þá er þetta eins og í hænsna­búi; ráðist á hana og kroppað og kroppað og kroppað,“ hefur Fréttablaðið eftir Gunnlaugi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv