fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Leigusalinn vill bera Jóhann út: Jóhann flúinn til Danmerkur

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 15. desember 2018 09:00

Jóhann Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur atvinnuhúsnæðis að Þverholti 18  í Reykjavík hafa höfðað mál gegn Jóhanni Jónasi Ingólfssyni, eiganda Já iðnaðarmanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í þeim tilgangi að fá Jóhann borinn út úr fasteigninni. Jóhann hefur leigt húsið undanfarið undir skrifstofu Já iðnaðarmanna en fram kemur að leigusamningnum hafi verið rift vegna vanefnda. DV hefur fjallað um tvö gjaldþrot rekstrarfélaga Já iðnaðarmanna undanfarin misseri en reksturinn er núna á þriðju kennitölunni. Ekki hefur tekist að birta Jóhanni stefnuna en í Þjóðskrá er hann skráður með óþekkt heimilisfang í Danmörku.

Eigendur umrædds húsnæðis í Þverholti eru hjónin Friðrik Skúlason og Björg Marta Ólafsdóttir í gegnum félagið Friðrik Skúlason ehf. Fasteignin er rúmlega 1.000 fermetrar að stærð, rúmlega 600 fermetra skrifstofurými og 400 fermetra bílakjallari. Skrifað var undir leigusamningin við Jóhann í júlí 2017 og var leiguverðið 1.650.000 krónur mánuði. Fasteignin var þó aðeins að litlu leyti notuð sem skrifstofa félagsins, þar gistu einnig erlendir verkamenn sem komu til starfa hjá Já iðnaðarmönnum. DV fjallaði um alvarlega uppákomu í húsnæðinu í júlí í sumar en þá dró egypskur hælisleitandi upp hníf í húsnæðinu í kjölfar þess að hann taldi sig vera svikinn um laun. Var sérsveit lögreglu kölluð til og handtók manninn.

Þverholt 18 í Reykjavík.

Afbrotaferill Jóhanns er langur. Hann var fyrst dæmdur fyrir þjófnað árið 1975 og hefur hlotið á þriðja tug dóma fyrir margs konar brot, meðal annars nauðgun og fíkniefnainnflutning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið

Brotaþoli hópnauðgunar í Vesturbæ stígur fram og gagnrýnir umræðuna um málið
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“

Snærós miðlar af reynslu sinni – „Ég ætla að kenna allt sem ég kann og það er töluvert get ég sagt ykkur“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu

Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu
Fréttir
Í gær

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“

Óttast að nágranninn færi heita pottinn – „Er ég á einhvern hátt ósanngjarn ef ég vil ekki horfa á annað fólk baða sig af svölunum hjá mér?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“

Sigurður Kári fór alltaf í kröfugöngu á 1. maí en segir skugga liggja yfir deginum í ár – „Með ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum