fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Þyrlur Landhelgisgæslunnar mega ekki fljúga að næturlagi – Geta ekki sinnt björgunarstörfum á hafi úti að næturlagi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 05:43

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom upp bilun í flugleiðsögubúnaði TF-LIF sem er ein af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar. Þetta hefur í för með sér að ekki má fljúga þyrlunni blindflug og því er ekki hægt að nota hana að næturlagi. Þetta þýðir að Gæslan getur ekki brugðist við ef neyðarástand kemur upp úti á sjó.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Þar er haft eftir Sigurði Heiðari Wiium, yfirflugstjóra Gæslunnar, að hægt sé að veita fulla þjónustu á landi og sjó að degi til en ekki þegar myrkur er. Unnið er að því að útvega varahluti en að sögn Sigurðar er það ekki auðvelt þegar jafn gömul þyrla á í hlut og raunin er í þessu tilviki.

Til að geta flogið út á sjó að næturlagi þarf Gæslan að hafa aðra þyrlu tiltæka ef eitthvað kemur upp hjá þeirri sem er send í verkefnið. Tvær af þremur þyrlum Gæslunnar eru búnar til slíkra björgunaraðgerða og TF-LIF er önnur þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?