fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ingibjörg mætti reiða karlinum: „Hann ræður ekki lengur för og mun ekki þagga niður í konum framar, hvorki mér né öðrum“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 12. nóvember 2018 14:00

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. Samsett mynd/DV/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir helgi skrifaði ég leiðara um rétt karla til reiði, samanborið við svívirðingarnar sem dynja á konum sem reiðast vegna þess að öryggi þeirra er ógnað og verndin er takmörkuð. Hvað gerðist svo? Jú, alla nóttina dundu á mér skilaboð frá reiðum – veikum – manni sem spurði hvort ég hati karla og haldi að þeir séu allir nauðgarar. Að við værum femínista hórur en það myndi enginn vilja ríða mér því ég væri svo ljót. Sjálfur væri hann samt stórhættulegur.“

Þetta segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, í færslu á Facebook. Leiðari hennar í nýjasta tölublaði Stundarinnar, Réttur reiðra karla, hefur vakið mikla athygli og verið deilt víða á samfélagsmiðlum. Þar sagði hún að skilaboðin til kvenna væru skýr, ekki reiðast því að réttur karla til að brjóta gegn konum sé meiri en réttur kvenna til að reiðast yfir því. Tekið skal fram að Ingibjörg Dögg er ekki aðeins að tala um konur heldur „alla þá sem hafa þurft að berjast við úrsérgengnar og afdankaðar hugmyndir um ofbeldi og kúgun“. Talar hún einnig um karla sem gerendur þrátt fyrir að konur geti einnig verið gerendur, ástæðan er að karlar eru gerendur í langflestum tilfellum. Hér má lesa leiðarann í heild sinni á vef Stundarinnar.

Mætti reiða karlinum daginn eftir

Ingibjörg segir að hún hafi mætt reiða karlinum í umferðinni morguninn eftir. „Kannski svínaði ég fyrir hann án þess að taka eftir því. Mér varð allavega brugðið þegar hann ók upp að mér, lá á bílflautunni, gretti sig og geiflaði, sveiflandi höndunum.“ Á næsta rauða ljósi gerði hann sér síðan far um að stöðva bílinn við hliðina á bíl Ingibjargar, hélt áfram að flauta, gretta sig og gefa merki um að hún ætti að skrúfa niður bílrúðuna. „Ég ákvað að gera það ekki, enda frekar illa fyrirkölluð, af persónulegum ástæðum. Það var ljóst af fasi hans og látbragði að hann vildi mér ekkert gott og ég hafði engan áhuga á að láta öskra á mig.“ Brá hann þá á það ráð að aka þvert fyrir bílinn á miðjum vegi svo hún kæmist ekki lengra án þess að hann kæmi sinni meiningu á framfæri við hana.

Hún ræðir svo um alla hinu reiðu mennina sem hún hefur rekist á síðustu daga: „Svo eru það hinir sem tala um hvað ég sé ófrýnileg bitur kona, sem hafi ekki afrekað neitt í lífinu. Karlinn sem vildi láta reka mig úr vinnu vegna nálgunar minnar á umfjöllun um kynbundið ofbeldi skrifar síðan samstarfsmanni mínum skilaboð þar sem hann lýsir leiðaranum sem vitfirringu og viðbjóði. Það er gaman að þessu. Reiði karlinn. Hann er víða. En sem betur fer er reiði karlinn ekki lengur ráðandi í þessari umræðu. Skilaboðin hafa fyrst og fremst verið óheyrilega falleg og hvetjandi og mér þykir undur vænt um það.“

Hengja sig í einstök dæmi í stað þess að horfa á heildarsamhengið

Ingibjörg segir í samtali við DV það vera afhjúpandi að mæta reiða karlinum í ljósi þess að hún hafi einmitt nýlokið við að skrifa grein um hann. „Það er þekkt aðferð að beita ógnunum til þess að þagga niður í konum sem taka þátt í opinberri umræðu um kynbundið ofbeldið. En málið er að mér er alveg sama um hann. Hann ræður ekki lengur för og mun ekki þagga niður í konum framar, hvorki mér né öðrum.“

Hún segir það vekja athygli sína að þeir sem virðist vera hvað reiðastir hafi annað hvort ekki lesið greinina eða túlkað hana með sínum hætti, þ.e.a.s. lagt aðra merkingu í orðin en það sem þar stendur.

„Hengt sig í einstaka dæmum í stað þess að horfa á heildarsamhengið, það er að segja þann veruleika kvenna sem upplifa ofbeldi sem ógn í samfélagi sem veitir þeim ekki sömu vernd og mönnunum sem ráðast á þær. Það væri óskandi ef sem flestir, og þá ekki síst þessir reiðu karlar, myndu reyna að setja sig í spor þeirra sem upplifa sig ekki örugga og skoða hvað þeir geti gert til þess að skapa betra samfélag, þar sem meira jafnræði ríkir og réttur allra er sá sami, bæði í almannarýminu og opinberri umræðu. Þar sem sömu viðmið gilda um alla og ofbeldi er ekki liðið. Þar sem það þykir ekki réttlætanlegt að svívirðingar dynji á konu, vegna þess að hún kallaði karl kríp. Þegar ég tala um reiða karlinn þá er ég að vísa til allra sem sýna markaleysi, yfirgang og ofbeldi í samskiptum, af hvoru kyni sem viðkomandi er. Við vitum að þótt karlmenn séu gerendur í langflestum ofbeldismálum sem tilkynnt eru þá geta konur líka verið gerendur. Eins eru það ekki bara konur sem glíma við gamlar og úrsérgengnar hugmyndir um ofbeldi og kúgun, heldur bitna þessi viðhorf líka á körlum og litlum börnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí