fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Tveir Íslendingar handteknir með 6,7 kíló af kókaíni í Ástralíu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. nóvember 2018 08:26

Ferðataska yngri mannsins. Mynd:Ástralska tollgæslan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir Íslendingar eru nú í haldi lögreglunnar í Melbourne í Ástralíu eftir að 6,7 kíló af kókaíni fundust í ferðatösku annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne og í hótelherbergi þar sem hinn hafði dvalið.

Vísir skýrði fyrst frá þessu. Á vef áströlsku tollgæslunnar kemur fram að mennirnir hafi verið handteknir á mánudaginn. Annar þeirra er 25 ára og var hann með fjögur kíló af kókaíni falin í ferðatösku sinni á flugvellinum í Melbourne. Hann var að koma frá Hong Kong. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluavarðhald til 13. febrúar.

Á vef tollgæslunnar kemur fram að tollverðir á flugvellinum í Melbourne hafi tekið tösku yngri mannsins til skoðunar og hafi hún verið gegnumlýst. Þá kom í ljós að ósamræmi var í uppbyggingu hennar. Það leiddi til frekari skoðunar á töskunni og fannst kókaínið þá.

Hinn maðurinn, sem er þrítugur, var handtekinn á hóteli í Melbourne en 2,7 kíló af kókaíni fundust í herbergi hans. Hann verður færður fyrir dómara í dag.  Söluverðmæti efnanna er talið vera sem nemur um 215 milljónum íslenskra króna. Allt að lífstíðarfangelsi liggur við brotum mannanna ef þeir verða fundnir sekir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“