fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Sviðin jörð í þrotabúi Primera Air – Eignirnar minni en stjórnendur gáfu upp þegar þeir fóru fram á gjaldþrot

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar stjórnendur Primera Air fóru fram á að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun október í Danmörku sögðu þeir að fyrirtækið ætti 5,1 milljón danskra króna í banka. Nú segir einn skiptastjóranna að svo sé ekki. Fyrirtækið hafi átt 250.000 danskar krónur og einn bíl. Það eru því í raun engir peningar til í þrotabúinu og skiptastjórarnir þrír eru við það að loka málinu.

JydskeVestkysten skýrir frá þessu. Haft er eftir Morten Hans Jakobsen, einum skiptastjóranna, að bíllinn hafi verið seldur fyrir 150.000 danskar krónur og sú upphæð og 250.000 krónurnar séu einu eignir þrotabúsins. Hann undrast að stjórnendur félagsins hafi sagt að fyrirtækið ætti 5,1 milljónir í banka og eignir að verðmæti 1,5 milljóna króna. Skiptastjórarnir eru því nú að rannsaka fjármálagjörninga fyrirtækisins til að kanna hvort einhverjir hafi fengið greitt á undan öðrum.

Jakobsen dregur enga dul á að málið líti ekki vel út fyrir lánadrottna og að hætt sé við að þeir fái lítið sem ekkert greitt úr þrotabúinu. Skiptaráðendurnir eru nú að leita að einstaklingum eða fyrirtækjum sem hugsanlega skulda Primera Air peninga til að reyna að finna meiri peninga í þrotabúið en hefur lítið orðið ágengt í þeim efnum.

Peder Hornshøj, forstjóri Bravo Tours ferðaskrifstofunnar og stjórnarmaður í Primera Air, sagðist ekki átta sig á hvernig getur staðið á því að stjórnendur félagsins hafi sagt 5,1 milljón vera til en svo væru aðeins 250.000 krónur í bankanum. Hann sagðist ekki hafa haft yfirsýn yfir fjármál félagsins þrátt fyrir að vera stjórnarmaður. Hann sagðist ekki vera í neinu sambandi við Hrafn Þorgeirsson fyrrum forstjóra Primera Air og vildi ekki láta blaðamanni JydskeVestkysten símanúmer Andra Más Ingólfssonar, eiganda Primera Air, í té.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?

Skuggahliðar klónunar Sáms – Veit Dorrit af þessu?