fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Stráin við braggann rifin upp – Sjáðu myndirnar

Ari Brynjólfsson, Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 22. október 2018 12:10

Myndir: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að rífa upp fjölda stráa fyrir utan braggann á Nauthólsvegi 100. Það var ekki falleg aðkoma að svæðinu í kringum braggann, frumkvöðlasetrið og skálann þegar ljósmyndari DV mætti á svæðið nú um hádegi. Stráin voru líklegast rifin upp í nótt.

Stráin urðu landsþekkt eftir að DV greindi frá því að þau hafi kostað Reykjavíkurborg 757 þúsund krónur, kostaði það einnig hundruð þúsunda að koma þeim fyrir. Áttu þau að mynda strandstemningu á staðnum.

Líkt og DV greindi frá fyrr í þessum mánuði þá er um að ræða sérstök strá af dúnmelstegund, þau eru höfundarréttarvarin og flutt inn frá Danmörku. Greindi Stöð 2 fyrst frá því að um var að ræða 800 plöntur, hver þeirra kostaði 950 krónur og kostaði rúmlega 400 þúsund krónum að planta þeim. Alls kostuðu stráin Reykjavíkurborg um 1.570.000 krónur.

Sérfræðingar eru ekki á eitt sammála um hvernig strá þetta eru, Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumaður, sagði á Facebook síðu sinni að stráin, sem séu af dúnmelstegund, séu af gerðinni „Karl Foerster“. Vinsæll og ófrjór kynblendingur tveggja erlendra hálmgresistegunda, Calamagrostis, sem vaxi hvergi villt á Íslandi.

Jón Guðmundsson plöntulífeðlisfræðingur rannsakaði dúnmel í 15 ár, sagði hins vegar við Fréttablaðið að nóg sé til af svona stráum.  „Það eru breiður af þessu við Hvaleyrarvatn,“ sagði Jón og bætti við: „Ég var sjálfur beðinn um þessa tegund af fyrirtæki í bænum. Ég fór bara í reit í nágrenninu og færði þeim nokkur eintök.“

Bragginn Bistro er með rekstur í bragganum fræga og voru stráin rifin í nótt að sögn starfsmanns sem DV ræddi við.

Aðkoman var ekki falleg þegar ljósmyndari DV mætti niður í Nauthólsvík, búið var að dreifa þeim um svæðið og slíta ofan af mörgum þeirra. Tveir starfsmenn borgarinnar voru á staðnum að gera við skemmdirnar:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna