fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Braggabókhaldið: Ólafur skrifaði nautasnitsel á braggann

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 16. október 2018 08:54

Samsett mynd/DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur I. Halldórsson, verkefnastjóri hjá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar, lagði út fyrir nautasnitseli að andvirði 35 þúsund króna og fékk reikninginn borgaðan af Reykjavíkurborg. Samkvæmt reikningum sem DV hefur undir höndum pantaði Margrét Leifsdóttir, arkitekt hjá Arkibúllunni, snitselið í lok desember 2017. Alls er um að ræða 20 nautasnitsel.

Ólafur, sem er farinn í veikindaleyfi samkvæmt heimildum DV, lagði út fyrir snitselinu og sendi inn reikning á eignasjóð Reykjavíkurborgar. Reikningurinn er merktur Nauthólsvegi 100, „heimsókn SEA“ og „matarboð starfsmanna“.

DV hefur fjallað ítarlega um Braggamálið svokallaða að undanförnu og í gær greindum við frá því að Margrét Leifsdóttir, arkitekt hjá Arkibúllunni og samstarfsfólk hennar, hafi tekið meira en 1.300 klukkustundir að hanna braggann í Nauthólsvík. Það eru rúmir 160 vinnudagar sé tekið mið af 8 klukkutíma vinnudegi án þess að taka mat eða kaffi. Þá fóru yfir 600 klukkutímar í umsjón og eftirlit með hönnuninni og 114 í vettvangsferðir og fundi vegna hönnunar. Reykjavíkurborg greiddi Arkibúllunni rúmar 28 milljónir fyrir hönnunina, alls um 35 milljónir króna.

Þá greindi DV frá því í gær að Reykjavíkurborg hafi greitt verkfræðistofunni EFLU rúmlega 33 milljónir króna fyrir verkefni tengd bragganum í Nauthólsvík. DV hefur undir höndum allt bókhald tengt hinum umdeilda bragga í Nauthólsvík og verður fjallað áfram um það í dag. Hér að neðan má sjá reikninga vegna nautasnitselsins sem Ólafur lagði út fyrir.

Heildarreikningurinn var upp á 43.966 krónur, samkvæmt nótu sem fylgir með kostuðu snitselin 35.000 krónur eða 1.577 krónur stykkið. Ekki liggur fyrir hvað var keypt fyrir 8.933 krónur í tengslum við matarboðið.

 

Einnig voru keypt afskorin blóm að andvirði 15.224 krónum í tengslum við umrætt matarboð.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“