fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Fréttir

Secret Solstice-hátíðin á barmi gjaldþrots

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Laugardaginn 13. október 2018 16:00

Secret Solstice Verður mögulega ekki haldin aftur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirtækið Solstice Productions sem er eigandi tónleikahátíðarinnar Secret Solstice er samkvæmt heimildum DV á barmi gjaldþrots. Blaðinu hafa borist upplýsingar frá tugum einstaklinga um að fyrirtækið hafi ekki enn þá greitt þeim laun vegna vinnu bæði á Secret Solstice-hátíðinni og á tónleikum Guns N’ Roses í júlí.

Í samtali við DV sagði Ómar Smári Óttarsson, einn þeirra sem fyrirtækið skuldar fjármuni, að hann sé búinn að tala við starfsmenn fyrirtækisins margoft vegna þessa og hafi honum alltaf verið lofað greiðslu innan skamms tíma. „Þeir sögðust líka bara ekki kannast við að ég hafi unnið hjá þeim. Þau báðu mig að senda aftur reikning þar sem þau sögðust aldrei hafa fengið upprunalega reikninginn. Þegar hann var loksins kominn til þeirra þá hættu þeir bara að hafa samskipti. Það endaði með að ég fór að reyna hitta á einn starfsmann og ræða við hann til að reyna fá launin mín, en án árangurs. Seinna fékk ég svo tölvupóst þess efnis að hann væri búinn að tilkynna mig til lögreglu þar sem hann taldi mig vera ógnandi.“

Friðrik Ólafsson, stjórnarformaður Solstice Productions, staðfesti við DV að lítið fjármagn væri til staðar hjá fyrirtækinu. „Það verður engin hátíð á næsta ári ef fjárfestar setja ekki aukið fjármagn inn í fyrirtækið. Veðrið fór alveg með okkur fjárhagslega á síðustu hátíð.“ Þegar Friðrik var spurður hvort fyrrverandi starfsfólk fengi greidd laun sín, sagði hann: „Eins og staðan er núna þá er nánast ekkert fjármagn inni í fyrirtækinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu

Telur að stækkun NATO hafi verið ein meginástæða stríðsins í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“

Jón Viðar varð vitni að bardaga hvítabjarnar og svartbjarnar – „Virðist sem menn hafi aldrei áður náð þessu á mynd“
Fréttir
Í gær

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit

Eldri kona óttast að hafa misst vini til 40 ára á Íslandi – Hafa ekki talað við hana eftir covid smit
Fréttir
Í gær

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”

Erlendur ferðamaður sár og svekktur yfir hraðasekt – „Er eitthvað sem ég get gert í þessu?”