fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Samstarfskona Kristins sakar stuðningsmenn hans um kvenhatur: „Riddarar lyklaborðisins ráðist á konuna“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 10. október 2018 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík, segir það segja sína sögu að helstu stuðningsmenn Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við HR, ráðist á mannauðsstjóra HR, Sigríði Elínu, en ekki karlkyns yfirmenn hans. Kristinn var rekinn úr starfi sínu á dögunum fyrir að segjast ekki vilja vinna með konum.

Hafrún segir að þeir sem gagnrýni uppsögn hans mest viti ekki endilega alla söguna. „Það hefur verið alveg steikt að fylgjast með umræðunni hér á Facebook og í kommentakerfum fréttamiðlanna eftir að samstarfsmanni mínum í HR var sagt upp. Riddarar lyklaborðsins skjótast fram og hafa rosa sterkar skoðanir á þessari uppsögn og telja að ummæli mannsins alls ekki geta verið gild ástæða uppsagnar hjá fyrirtæki út í bæ. Kasta fram allskonar spurningum og fullyrðingum. Riddaranir gleyma alveg að þeir hafa ekki hugmynd um hvort að málið eigi sér einhverja forsögu, þeir vita ekki hvort þetta hafi verið stök ummæli, þeir vita ekkert hvað fór fram á þeim fundi sem greint hefur verið frá að fór fram í fjölmiðlum. Þeir eru í alveg vonlausri stöðu til að taka einhverju grjótharða afstöðu í málinu, gera það samt án þess að blikna,“ segir Hafrún á Facebook-síðu sinni.

Hafrún Kristjánsdóttir

Hún segir enn fremur að tjáningarfrelsi hans hafi ekki verið skert. „Algengast er talið að tjáningafrelsi sér hér skert verulega. Sé ekki hvernig það má vera, manninum er alveg frjálst að tjá skoðanir sínar út í hið óendanlega. Hann má meira að segja stofna heilan fréttamiðil og básúna þessar skoðanir sínar. Það er þó þannig að tjáningafrelsinu geta fylgt afleiðingar. Ef framkvæmdarstjóri samtakanna 78 myndi lýsa þeirri skoðun sinni að honum þætti tvíkynheigðir ógeðslegir hefði það líklega afleiðingar fyrir hans starf, ef starfsmaður Alþjóðahús myndi segja asíubúa vera pakk sem allt eyðileggur gæti það haft afleiðingar. Eðlilega!! Í þessu tilfelli er það nú bara þannig að ungar konur, nemendur, eiga ansi mikið undir manni sem er með þessi viðhorf til kvenna. Það er bara ekki nógu gott,“ segir Hafrún.

Hún segir að Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, mannauðsstjóri HR, sé ekki næsti yfirmaður Kristins. „Það merkilegasta í þessu er þó að fylgjast með hvernig hefur verið veist að Sigríði Elínu, mannauðstjóra HR í þessu máli. Henni er úthúðað, hér og þar á internetinu. Það merkilega er að Ella Sigga er ekki beinn yfirmaður Kristins heldur eru það tveir karlmenn. Ég er viss um að þeir hafi haft jafnmikið með þessa uppsögn að gera (ef ekki meira) og mannauðsstjórinn. Kemur einhvernvegin ekki á óvart að riddarar lyklaborðisins ráðist á konuna í stjórnunarstöðunni en minnast ekki á karlana,“ segir Hafrún sem tekur fram í lokinn að hún sé í leyfi þessa daganna og horfi á málið utan frá.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv