fbpx
Sunnudagur 19.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hildur fann hlut í gröf sem átti ekki heima þar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. október 2018 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Gestsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, greinir frá því á Twitter-síðu sinni að hún hafi fundið heldur óvenjulegan hlut í 600 ára gamalli gröf í Grænlandi. Hún segist hafa verið þar í síðasta mánuði og í nær öllum gröfum hafi fundist plast, þrátt fyrir að manngert plast hafi ekki komið á sjónarsviðið fyrr en á síðari hluta 19. aldar.

„Í síðasta mánuði var ég að grafa c.600 ára gamlar grafir á N. Grænlandi. Grafirnar eru grjóthlaðnar kistur sem lokaðar eru með grjóthellum, þannig að það eru glufur inn í kistuna. Við fundum plast í nánast öllum gröfunum, sem hafði augljóslega blásið þar inn,“ segir Hildur.

Hún segir að þetta sé merki um varla megi finna stað í heiminu þar sem ekki finnst plastmengun. „Ég held alls ekki að þetta þýði að ástandið sé eitthvað sérstaklega slæmt á Grænlandi – þetta er bara til marks um það að það er varla hægt að finna þann stað í heiminum þar sem ekki má finna plastmengun,“ segir Hildur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar

Matthías segist telja að Hatari hafi brotið reglurnar
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“

Hatara ógnað vegna Palestínufánans – Sjáðu myndbandið: „Ég er mjög hrædd núna“
Fréttir
Í gær

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins

Langveikum heyrnarlausum mismunað – Fastar í fátæktargildru á meðan aðrir njóta lífsins
Fréttir
Í gær

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd

Ásmundur færði Íþróttasambandi fatlaðra tvær milljónir og blómvönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug

Ólga innan FKA – Vel skipulögð hallarbylting – Nýr formaður vísar gagnrýni á bug
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“

Inga Sæland minnist Helga: „Sorgin hverfur aldrei“