fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Fjórir seinheppnir fíkniefnasmyglarar gómaðir eftir að amfetamínbasinn lak úr bílnum í Norrænu

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 2. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir pólskir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot en þeim er gefið að sök að hafa flutt til Íslands samtals ríflega fimm lítra af amfetamínbasa. Mennirnir földu amfetamínbasann í styrktarbita fremst í Audi A6 bifreið sem þeir fluttu til landsins með Norrænu. Athygli vekur að samkvæmt ákæru lak meirihluti amfetamínbasans úr Audi bifreiðinni í Norrænu.

Í ákæru gegn mönnum fjórum kemur fram að þeir hafi ætlað sér að flytja samtals 5.240 ml. af vökva sem innihélt amfetamínbasa frá Póllandi til Ísland í ágúst. Úr slíku magni mætti líklega framleiða 30 til 60 kíló af amfetamíndufti. Við komu til Íslands var þó einungis um 1.328 millílítrar eftir að þeim vökva þar sem 3.912 millílítrar láku úr Audi bifreiðinni á leiðinni frá Danmörku til Reykjavíkur. Ekki er tekið fram að lekinn hafi komið upp um þá í ákæru en þegar greint var frá málinu í sumar þá var tekið fram að lögregla fylgdist með bílnum eftir komu til landsins með Norrænu.

Einn mannanna var ákærður fyrir að hafa flutt fíkniefnin til landsins, Krzysztof nokkur. Hann er sagður hafa ekið bifreiðinni frá Póllandi, með viðkomu í Þýskalandi, til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 24. ágúst og þaðan áfram norðurleiðina, uns hann kom til Reykjavíkur að kvöldi sama dags.

Hann mælti sér mót við hina Pólverjanna þrjá; Robert, Arkadiusz og Mateusz, við bifreiðastæði við Hótel Nordica. Tveir þeirra, Robert og Arkadiusz, höfðu komið til landsins þann sama dag. Þeir fóru því næst á gistiheimili við Bergstaðarstræti þar sem þeir lögðu bílnum yfir nóttina. Daginn eftir óku ákærðu Robert og Arkadiusz bílnum frá Bergstaðastræti að bílskúr við Skipholt í Reykjavík þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr Audi bifreiðinni en þar voru ákærðu handteknir ásamt meðákærða Mateusz sem var á gangi skammt frá fyrrnefndum bílskúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Myndir af strönduðu skútunni

Myndir af strönduðu skútunni
Fréttir
Í gær

Klám tekið upp í Neskaupstað: „Margir hér í bænum horfðu á það“

Klám tekið upp í Neskaupstað: „Margir hér í bænum horfðu á það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undarlegt athæfi á Suðurlandi: Fylgdi sjúkrabíl eins og skugginn

Undarlegt athæfi á Suðurlandi: Fylgdi sjúkrabíl eins og skugginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hælisleitandi hótaði að afhöfða íslenskan lögreglumann – Nefbraut konu í Keiluhöllinni – „Alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju“

Hælisleitandi hótaði að afhöfða íslenskan lögreglumann – Nefbraut konu í Keiluhöllinni – „Alltaf langað til þess að drepa kristna manneskju“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hatursglæpur við Bónus: Þórunn segir íslenska konu hafa hrækt á múslíma

Hatursglæpur við Bónus: Þórunn segir íslenska konu hafa hrækt á múslíma
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Barnið er íslenskt: Hrollvekjandi mynd Bleyju-Böðvars – „Þetta er minn gaur“

Barnið er íslenskt: Hrollvekjandi mynd Bleyju-Böðvars – „Þetta er minn gaur“