fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Þorsteinn liggur dauðvona í sófanum heima hjá sér: „Íslenskt heilbrigðiskerfi er til skammar“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 30. september 2018 12:37

Þorsteinn liggur dauðvona í sófanum heima hjá sér. Hægt gengur að fá viðeigandi þjónustu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég skil ekki hvernig hægt er að fara svona með mann sem liggur fyrir dauðanum. Íslenskt heilbrigðiskerfi er til skammar,“ segir Hrafnhildur J. Aarhus í samtali við DV. Hrafnhildur, sem er hjúkrunarfræðingur að mennt, er búsett í Noregi en hún kom til Íslands á dögunum til þess að sinna dauðvona bróður sínum, Þorsteini J. Jóhannessyni. Hún er yfir sig hneyksluð á íslenska heilbrigðiskerfinu sem að hennar sögn stendur því norska langt að baki.

Að sögn Hrafnhildar greindist bróðir hennar nýlega með alvarlegt krabbamein í lunga og hlutirnir hafa gerst hratt síðan. „Bróðir minn missti konuna sína rétt fyrir jól og ætlunin var að hann myndi flytjast út til Noregs til mín. Ég ætlaði því að koma til landsins að sækja hann en krabbameinið breytti öllu. Hann á stutt eftir núna og það er óbærilegt að hugsa til þess að hann fái ekki þjónustu sem ætti í raun að vera grundvallarmannréttindi,“ segir Hrafnhildur og er auðheyrilega miður sín.

Í kjölfar krabbameinsgreiningarinnar ákvað Þorsteinn að flytjast heim til sín síðustu dagana. „Hann hafði dvalið á Skógarbæ í Breiðholti og ég vil gjarnan taka fram að starfsfólk þar hefur reynst okkur frábærlega,“ segir Hrafnhildur. Þorsteinn fluttist síðan heim til sín um síðustu helgi og reiknaði fjölskylda hans með að auðvelt yrði að fá sjúkrarúm sent heim. Það reyndist öðru nær.

„Þorsteinn hefur ekki verið með fastan heimilislækni. Við reyndum því að fá uppáskrift hjá þeim sem hann hitti síðast og sá vildi ekki koma nálægt málinu. Sagði í raun að það kæmi sér ekki við. Þá voru hendur okkar  bundnar. Við gátum ekki fengið aðstoð heim nema að fá lækni til að skrifa upp á það,“ segir Hrafnhildur.

Í rúma viku hefur bróðir hennar því legið fyrir dauðanum í sófanum heima hjá sér. Þar fer illa um hann auk þess sem það reynist Hrafnhildi afar erfitt að sinna honum. „Það á enginn að þurfa að hírast í sófa síðustu daga sína. Það er hans einlæga ósk að fá að deyja á sínu heimili. Með rúmi og smá aðstoð þá er ég fullfær um að sinna bróður mínum og með því erum við að spara heilbrigðiskerfinu stórfé. Það er til háborinnar skammar að kerfið skuli vera svona svifaseint og allir bendi bara á hvorn annan og ekkert gerist,“ segir Hrafnhildur.

Að hennar sögn færi málið hratt í ferli í Noregi en hér á Íslandi séu margir dagar liðnir án þess að nokkuð hafi gerst. Dagar sem Þorsteinn bróðir hennar hefur ekki.

„Ég hef fengið tvær læknisheimsóknir heim í gegnum Skógabæ. Þeim var brugðið yfir aðstæðunum og mér var komið í samband við líknardeildina og úrræði sem heitir  HERA (líknarheimaþjónustu Landspítalans). Ég er vongóð um að ég fái rúm sent fljótlega en þetta er búið að taka alltof langan tíma og á meðan þjáist bróðir minn. Íslendingar geta ekki látið bjóða sér þetta fjársvelta heilbrigðiskerfi lengur,“ segir Hrafnhildur.

Þorsteinn J. Jóhannesson. Hefur undanfarna daga þurft að gera sér sófann heima hjá sér að góðu á meðan hann berst við banvænt krabbamein.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Í gær

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd