fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Tvö þyrluútköll hjá Landhelgisgæslunni í dag

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Þriðjudaginn 18. september 2018 18:12

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum tímanum í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá neyðarsendi innst í botni Leirufjarðar. TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, var þegar í stað kölluð út og tók á loft frá Reykjavík klukkan 13:40. Björgunarsveitir á Vestfjörðum voru einnig kallaðar út sem og Gunnar Friðriksson, björgunarskip á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. TF-GNA var komin í Leirufjörð eftir um klukkustundar flug frá Reykjavík og áhöfn þyrlunnar hófst þegar handa við að finna neyðarsendinn sem sagður var tilheyra göngumanni. Eftir stutta leit kom áhöfn þyrlunnar auga á manninn. Hann var tekinn um borð í þyrluna og flogið með hann á Ísafjörð. Hann var kaldur en í góðu ástandi að öðru leyti.

Fyrr í dag var TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar, kölluð út vegna banaslyss í hlíðum Kirkjufells. Áhöfn þyrlunnar flaug vestur ásamt fimm sérhæfðum fjallabjörgunarmönnum. Lögreglan á Vesturlandi rannsakar tildrög slyssins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna