fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Ekki er allt sem sýnist með nýja bókun um lambakjötsútflutning til Kína

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 06:11

Sauðfé - Mynd tengist frétt ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega var skýrt frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefði skrifað undir bókun, sem átti að ryðja úr vegi hindrunum fyrir útflutningi á lambakjöti til Kína, ásamt ráðherra tollamála í Kína. En ekki er allt sem sýnist í þessu máli og þessi bókun mun ekki koma að miklu gagni.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að það sé aðeins sláturhúsið á Kópaskeri, Fjallalamb, sem fái heilbrigðisvottun og það eingöngu til útflutnings á lambakjöti. Fjallalamb má ekki flytja út innmat, hausa né kjöt af fullorðnu fé. Sláturhúsið getur flutt út um 120-130 tonn á ári en á undanförnum árum hefur heildarútflutningurinn numið um 3.000 tonnum. Lengi hefur verið beðið eftir að kínverski markaðurinn opnaðist fyrir lambakjöt eða frá því að fríverslunarsamningur ríkjanna var undirritaður fyrir fimm árum.

Fyrrgreind bókun utanríkisráðherra og ráðherra tollamála í Kína átti að ryðja úr vegi hindrunum fyrir þessum útflutningi samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar takmarkanir væru áframhaldandi tæknilegar innflutningshindranir en þær byggja á að sláturhús Fjallalambs sé eina sláturhúsið sem er utan riðuveikivarnasvæða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin

„Kirkjuáhugamaður“ rekinn úr landi – Þögull sem gröfin