Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu rétt eftir miðnætti um að brotist hefði verið inn í bifreið í miðbænum og miklum verðmætum stolið.
Í orðsendingu frá lögreglu kemur fram að iPad og peningar hafi verið meðal þess sem stolið var, en ekki kemur fram í tilkynningunni hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins.
Þá fékk lögregla tilkynningu um ágreining milli leigubílstjóra og farþega, en umræddur farþegi neitað að borga fyrir farið. Hann reyndist í annarlegu ástandi.
Einn ökumaður var stöðvaður í miðborginni og gaf hann upp í fyrstu ranga kennitölu. Hann var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.