Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Smyglarar, sem koma til landsins um Keflavíkurflugvöll, reyna helst að smygla efnunum innvortis eða innan klæða. Níu manns hafa verið teknir með fíkniefni innvortis á flugvellinum það sem af er árinu. Einn var með heróín en hinir með kókaín.