Lögreglan í Detroit hefur gefið út ákæru á hendur 29 ára karlmanni, Ollante Arvell Young, fyrir að verða fjögurra ára dóttur sinni að bana.
Ollante þessi er ákærður fyrir að hafa sest ölvaður undir stýri á Go-Kart-bíl, en í kjöltu hans sátu tvær dætur hans. Ollante ók bílnum á fullri ferð á kyrrstæða bifreið með þeim afleiðingum að yngri dóttir hans lést. Eldri stúlkan, sem er fimm ára, slasaðist.
Slysið átti sér stað aðfaranótt fimmtudags og er Ollante í haldi lögreglu. Hann þarf að reiða fram 100 þúsund dala tryggingu vilji hann ganga laus þar til dómur gengur í málinu.
Aðeins eitt sæti var í bílnum, ekkert bílbelti og engin ljós.