Hönd manns lenti í hjólasög í Breiðholti í gær og var hann fluttur á slysadeild.
Í miðborginni var óskað eftir aðstoð lögreglunnar að veitingastað vegna ölvaðs manns. Maðurinn hafði verið með dólgslæti inni á staðnum. Þegar hann var beðinn um að greiða reikning sinn tók hann flösku af borðinu og rauk út án þess að greiða fyrir veitta þjónustu. Maðurinn var „víðáttu ölvaður“ segir í dagbók lögreglunnar og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Ölvaður maður á reiðhjóli var handtekinn í gærkvöldi en hjólinu hafði hann stolið. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og eigandi hjólsins fékk það aftur.