fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Ekið á barn – „Víðáttu ölvaður“ maður handtekinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 30. ágúst 2018 06:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis í gær var ekið á barn við matvöruverslun á höfuðborgarsvæðinu. Ökumaðurinn var að leita að bílastæði þegar barn hljóp í veg fyrir bifreiðina. Sem betur fer reyndust meiðsl barnsins minniháttar og fóru foreldrarnir sjálfir með það á slysadeild til skoðunar.

Hönd manns lenti í hjólasög í Breiðholti í gær og var hann fluttur á slysadeild.

Í miðborginni var óskað eftir aðstoð lögreglunnar að veitingastað vegna ölvaðs manns. Maðurinn hafði verið með dólgslæti inni á staðnum. Þegar hann var beðinn um að greiða reikning sinn tók hann flösku af borðinu og rauk út án þess að greiða fyrir veitta þjónustu. Maðurinn var „víðáttu ölvaður“ segir í dagbók lögreglunnar og var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Ölvaður maður á reiðhjóli var handtekinn í gærkvöldi en hjólinu hafði hann stolið. Maðurinn var vistaður í fangageymslu og eigandi hjólsins fékk það aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar