fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hryllilegar pyntingar í Hafnarfirði – Ronja í áfalli – „Hér var algjört illmenni að verki“

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 19:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ronja Auðunsdóttir fann kött í hræðilegu ásigkomulagi nú fyrir stuttu. Samkvæmt færslunni sem hún birti á Facbook hópnum Kattarvaktin var kötturinn augljóslega pyntaður. Í samtali við DV segir Ronja: „Hér var algjört illmenni að verki“

Ronja og sonur hennar voru í hjólreiðatúr í Hellisgerði þegar sonur hennar fann köttinn nær dauða en lífi. Þegar sonur hennar fann köttinn kallaði hann á mömmu sína: „Mamma, það er sofandi köttur hérna“.

Ronja kom þá að kettinum þar sem búið var að hengja hann og augljóslega pynta hann.

„Það var búið að festa hann með netaböndum og binda hann við tréð, það var búið að hengja hann. Ég er í áfalli, þetta var bara að gerast. Það er greinilegt að hér var algjört illmenni að verki. Það var greinilega verið pynta hana. Hún er greinilega búin að liggja þarna í langan tíma, það var komin lykt og drep í sárin. Ég var heillengi að því að reyna ná böndunum af kettinum. Að hugsa sér að einhver gæti gert svona hluti.“

Ronja Auðunsdóttir

Eftir að Ronja hafði skorið köttinn lausan hringdi hún á lögregluna til að óska eftir aðstoð.

„Ég hringdi á lögregluna en þeir sögðu að það væri enginn bíll laus þar sem eingöngu einn bíll væri á svæðinu svo ég setti inn færslu á kattarvaktina á Facebook og kallaði eftir hjálp.“ Það leið ekki að löngu þar til hjálparkalli Ronju var svarað og kom Ingibjörg Hjaltadóttir, sem er hjúkrunarfræðingur, fljótt á staðinn til að sækja köttinn og koma honum upp á dýraspítala.“

Ingibjörg Hjaltadóttir

Í samtali við DV sagði Ingibjörg að kötturinn væri nú kominn undir læknishendur á dýraspítalanum í Garðabæ og var strax gefið honum næringu í æð ásamt því að gefa honum sýklalyf. Samkvæmt Ingibjörgu er kötturinn örmerktur og mun dýraspítalinn leita að eigandanum á morgun.

Eins og sést á myndunum hér að neðan stórsést á kettinum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks