fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Hundaræktunin að Dalsmynni gjaldþrota

Óðinn Svan Óðinsson
Þriðjudaginn 21. ágúst 2018 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum í þrotabú Hundaræktarinnar að Dalsmynni er nú lokið en ræktunin var tekin til gjaldþrotaskipta þann 2. maí. Kröfum upp á 2,3 milljónir króna var lýst í búið en engar eignir fundust upp í þær kröfur. Það er Rúv sem greinir frá þessu í dag.

Matvælastofnun stöðvaði starfsemi Hundaræktarinnar í Dalsmynni á grundvelli laga um velferð dýra um miðjan apríl. Ástæða stöðvunarinnar var sú að kröfur stofnunarinnar um varanlegar úrbætur höfðu ekki verið virtar, einkum varðandi þjálfun, umönnun og umhirðu hundanna með tilliti til hreinlæti og skráningar. Viðhaldi húsnæðis var sömuleiðis ábótavant. Þá voru aðgerðir og áætlanir vegna ormameðhöndlunar hunda ásamt sýnatökum ekki fullnægjandi.

Hundaræktuninni var veittur frestur til eins mánaðar til að ráðstafa hundum að Dalsmynni og komast þannig hjá vörslusviptingu hunda af hálfu Matvælastofnunar.

Hundaræktunin Dalsmynni hefur oft verið í umræðunni undanfarin ár vegna aðbúnaðar dýranna sem þar voru ræktuð. Miklar umræður sköpuðust um staðinn í kjölfar þess að fjallað var um hundaræktunina í sjónvarpsþættinum Málið sem sýndur var á Skjá einum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”

Sigmundur Davíð fokvondur yfir nýjum hurðarhún í Alþingishúsinu – „Nútíminn er trunta”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“

Tíkin Lara fékk drep í húðina eftir árás hunds – „Við viljum finna konuna“