fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Líkið í veggnum á kvennaklósettinu – Lögregla telur manninn hafa látist af slysförum

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla telur að óvenjulegan líkfund á kvennaklósetti verslunarmiðstöðvar í Calgary í Kanada megi rekja til slyss. Það var í vikunni að lík ungs karlmanns fannst bak við vegg inni á kvennaklósettinu.

Lögregla hófst strax handa við rannsókn málsins og telur hún víst að maðurinn hafi sjálfur komið sér sjálfur á bak við vegginn. Þar hafi hann setið fastur og líkur séu á að hann hafi látist af völdum súrefnisskorts.

Maðurinn sem um ræðir var á þrítugsaldri. Þó að lögregla telji að um slys hafi verið að ræða er nokkrum spurningum enn ósvarað. Til dæmis liggur ekki fyrir hvers vegna maðurinn ákvað að fara á bak við vegginn. Til að komast á bak við hann þarf að fjarlægja lítið lok af loftræstiopi ofan á veggnum sem er í nokkurra metra hæð.

Eftirlitsmyndavélar gefa til kynna að maðurinn hafi farið einn inn á salernið síðdegis síðastliðinn föstudag. Það var svo á mánudag að starfsfólk sem sinnir ræstingum í verslunarmiðstöðinni fann líkið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv