fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Líkamshlutar finnast við Snæfellsnes

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 20. mars 2018 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir líkamshlutar komu upp úr sjó við Snæfellsnes nýverið. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða fótlegg og annan ótilgreindan líkamspart.

Sá sem lenti í hinum óhugnanlega fundi hafði samband við Landhelgisgæsluna eins og tíðkast hjá sjómönnum. Sjófarendur hafa oftast nær samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar telja þeir sig þurfa að koma á framfæri upplýsingum, hvort sem það er ísjaki á reki eða líkfundur. Í kjölfarið hefur landhelgisgæslan samband við yfirvöld.

Það var landhelgisgæslan sem tók að sér að flytja líkamspartana til höfuðborgarinnar þar sem fulltrúar lögreglunnar tóku við málinu. Landhelgisgæslan verst frétta vegna málsins og vísaði á lögregluna. Lögreglan vildi lítið tjá sig um fundinn en DV fékk þær upplýsingar að málið væri komið inn á borð kennslanefndar ríkislögreglustjóra sem, eins og nafnið gefur til kynna, hefur það hlutverk að bera kennsl á hverjum líkamshlutarnir tilheyrðu.

Niðurstöðu er að vænta eftir eina til tvær vikur.

Lögreglan verst allra frétta af málinu að svo stöddu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“

„Loksins er verið að segja upphátt það sem margir hafa vitað lengi“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu

Félagið Ísland-Palestína boðar til mótmæla vegna Möggu Stínu
Fréttir
Í gær

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Í gær

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði
Fréttir
Í gær

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?