fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Alma glímir við krabbamein og tekjurnar hafa hrunið: „Ætla að sigra þennan fjanda og koma sterkari til baka”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 7. janúar 2018 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma Geirdal, ljósmyndari og uppistandari, greindist með brjóstakrabbamein í október síðastliðnum. Hún fór í stóra aðgerð í kjölfarið og er nýbyrjuð í lyfjameðferð sem mun standa fram yfir næsta sumar. Eins og margir aðrir sem veikjast alvarlega þarf Alma að glíma við fjárhagserfiðleika á sama tíma og hún glímir við hin erfiðu veikindi. Um þetta skrifaði Alma stutta FB-færslu til vina sinna nýlega:

Elsku yndislegu vinir og ættingjar, þar sem ég er að ganga í gegnum þessi erfiðu veikindi og mjög erfiðu lyfjameðferð get ég ekkert unnið og tekjur mínar því afar litlar. Því leita ég til ykkar. Allt hjálpar, hver króna.

Í stuttu spjalli við DV segir Alma, sem á þrjú börn, 19 ára stúlku og drengi sem eru 10 og 15 ára, að hún hafi orðið fyrir gríðarlegu tekjutapi þar sem enginn möguleiki sé á því að vinna með fram meðferðinni. Þá hefur hún þurft að bera háan lyfjakostnað og ýmsan annan kostnað vegna veikindanna.

Aðspurð segir Alma að meira þyrfti að gera fyrir fólk með alvarlega sjúkdóma til að bæta því upp tekjutap og kostnað: „Hafi maður einhverjar tekjur er ekki hægt að sækja um neina fjárhagsaðstoð nema bankalán sem er ekki á allra færi.“

Hins vegar ber hún heilbrigðiskerfinu og þjónustu þess við krabbameinssjúklinga vel söguna: „Það er gríðarlega vel hugsað um krabbameinssjúka og ég er þakklát fyrir það, það er mjög vel haldð utan um meðferðina sem ég gengst undir.“

Þrátt fyrir hina miklu erfiðleika sem Alma er að ganga í gegnum núna horfir hún björtum augum fram á veginn og batavonir hennar eru góðar: „Ég ætla að sigra þennan fjanda og koma sterkari til baka.“

Þeim sem hafa tök á að styrkja Ölmu í erfiðleikum hennar núna er bent á reikningsupplýsingarnar hér að neðan. Margt smátt gerir eitt stórt og það munar um hvert framlag þó að lítið sé:

0140-26-064210 kl. 060979-3759

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna