fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Evrópubúar jákvæðari gagnvart ESB ári eftir Brexit kosninguna

Vilja samt kjósa um aðild – Grikkir neikvæðastir

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 22. júní 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pew Research Center gerði könnun í apríl í 10 af fjölmennustu Evrópusambandsríkjunum þar sem spurt var út í ýmsa þætti varðandi sambandið og fleira. Tæplega 10.000 manns svöruðu könnuninni í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Ítalíu, Spáni, Svíþjóð, Grikklandi, Póllandi, Hollandi og Ungverjalandi.

Pólverjar jákvæðastir – Grikkir neikvæðastir

Jákvæðni í garð sambandsins er nokkuð há, um 63% að meðaltali. Hæst í Póllandi (74%) og Þýskalandi (68%) en lægst í Grikklandi (33%). Athygli vekur að meira en helmingur Breta er jákvæður í garð sambandsins eða 54%.

Þegar spurt var hvort að fólk vildi að ríki þeirra yfirgæfi sambandið svöruðu aðeins 18% því játandi. Einungis 11% Þjóðverja og Pólverja vilja yfirgefa það en hæst var hlutfallið í Grikklandi og Ítalíu (35%).

Meirihluti Evrópubúa (53%) vill hins vegar kjósa um framtíð sína í sambandinu rétt eins og Bretar gerðu fyrir ári síðan. Spánverjar eru ákafastir í að fá þjóðaratkvæðagreiðslu (65%) en einungis í tveimur löndum, Hollandi og Ungverjalandi, var hlutfallið undið 50%

69% Evrópubúa telja að Brexit muni hafa slæm áhrif á Evrópusambandið en talsvert færri, um 55% telja það muni hafa slæm áhrif á Bretland sjálft.

Óvinsælir stjórnmálaflokkar

Þegar spurt var út í einstök mál ber helst að nefna að meirihluti telur að flóttamannastefna sambandsins sé misheppnuð og um 74% vilja að þjóðríkin hafi meiri stjórn á innflytjendastefnu sinni. 51% vilja að þjóðríkin stýri verslunarsamningum við umheiminn og 49% telja að Þjóðverjar hafi of mikil völd innan sambandsins. Hollendingar og Svíar hafa mesta trúnna á Angelu Merkel (89%) en Grikkir langminnsta (15%).

Ólíkt Evrópusambandinu sjálfu þá fá stjórnmálaflokkar heima fyrir heilt yfir mjög slæma umsögn svarenda. Af þeim 42 stjórnmálaflokkum sem spurt var um fá einungis 5 þeirra jákvæða umsögn. Það eru Kristilegir Demókratar og Sósíaldemókratar í Þýskalandi, Flokkur Fólksins og Sósíalistaflokkurinn í Hollandi, og Demókrataflokkurinn í Svíþjóð. Verstu útreiðina fá grískir flokkar, enginn þeirra fær meira en 22%. Enginn hægri-pópúlistaflokkur fær meira en 30% jákvæðni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv