fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fréttir

Jón Steinar kemur Hannesi til varnar: „Lágkúruleg árás á prófessorinn“

„Bylgja réttrúnaðar og fávisku“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. desember 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Allir læsir menn ættu að greina ofstækið sem býr að baki þessari árás á prófessorinn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður. Í pistli í Morgunblaðinu í dag kemur hann Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands til varnar.

„Hann er aðeins að fjalla um þjóðfélagsmál sem eðlilegt er að fjallað sé um í þessari kennslugrein. Hann er, eins og góðum fræðimanni sæmir, að velta uppi sjónarmiðum sem augljóslega skipta máli þegar um þau er fjallað,“ segir Jón Steinar og bætir því við að hann telji það grafalvarlegt mál fyrir Háskóla Íslands að nemendur og kennari skuli hafa „þennan málatilbúnað.“

„Tilgangurinn er sýnilega að vilja stjórna umræðuefnum í vísindum með því hreinlega að banna umfjöllun um málefni sem tengjast þeirri bylgju rétttrúnaðar og fávisku sem um þessar mundir flæðir yfir samfélag okkar,“ segir Jón Steinar og bætir við:

„Það hefur orðið vaxandi vandamál í vestrænum háskólum að á síðari tímum hafa komið upp háværar kröfur lýðskrumsins um að einungis megi fjalla í skólunum um efni sem fellur að orðagjálfri réttrúnaðirns í samfélaginu.“

DV greindi frá því í gær að nemendur í stjórnmálaheimspeki kvörtuðu undan Hannesi árið 2015 og sögðu hann hlutdrægan í kennslu. „Framkoma kennara í kennslustundum er á mörgum tímum vafasöm þar sem hann talar ógætilega um geðsjúkdóma og kynferðisofbeldi. Hann talar til að mynda um fólk með geðsjúkdóma sem aumingja og letingja og réttlætir kynferðisofbeldi með því að segja að þeir sem geta ekki varið sig eigi það skilið að vera nauðgað,“ segir í kvörtun nemendanna. Hannes kom af fjöllum þegar DV ræddi við hann um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fréttir
Í gær

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda

Þórhallur segir risatónleika Lady Gaga í gær hafa verið einstaka upplifun – 2,1 milljónir áheyrenda
Fréttir
Í gær

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“

Segir andstyggileg skemmdarverk á bíl hans tengjast forræðisdeilu – „Ég get ekki séð þig, dóttir mín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur

Boðað til mótmæla í Íslendingabyggðinni á Spáni – Ótrúlegur sóðaskapur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist

Anna Vilhjálmsdóttir söngkona er látin – Braut blað í íslenskri tónlist